| 
           
                    
                     Celebes
        eða Sulawesi er 189.216 km².  Út
        frá dölum skornu miðbiki eyjarinnar, sem er úr kristölluðu bergi,
        teygjast fjórir skagar til hafs.  Þeir,
        sem liggja til austurs, enda  í
        smáeyjum, sem brotnað hafa eða veðrast frá megineyjunni. 
        Norður- og austurstrendurnar eru þverhníptar í sjó fram og aðdýpi
        mikið.  Fjallgarðar á norðurhlutanum
        eru allt að 2.443 m háir og á suðurhlutanum 3.455 m.  Á milli þeirra er órofinn regnskógur. Á ströndum suðurhlutans
        eru víðáttumiklir fenjaskógar. 
           
          
        Helztu verzlunarborgir Sulawesi eru Ujung Pandang
        í suðvesturhlutanum og Nanado fyrir norðan. 
        Helztu landbúnaðarafurðirnar eru hrísgrjón, kókoshnetur og
        tóbak.  Talsvert er um skógarhögg
        og nikkel- og tinnám.  |