| 
           
                    
                     Denpasar
        er höfuðborg Bali.  *Balisafnið
        var byggt árið 1932 í stíl Balihallar. 
        Nálægt safninu er Pura Nagatnatha-hofið, helgað gyðjunni
        Sanghyang Widi.  í hofinu
        eru tákn sköpunarinnar - skjald-bakan og Nagadrekinn. 
        Í útjaðri borgarinnar er handiðnaðar og listaverkamiðstöðin
        Abian Kapas, þar sem einnig er hægt að kynnast hefðbundnum balískum
        þjóðsögum og dönsum.  Það
        er iðandi líf og fjör á mörkuðum borgarinnar á kvöldin, þegar fólk
        úr öllum heimshornum hittist. 
           
                    
        Sjö
        km  suðaustan Denpasar er
        sjóbaðstaðurinn *Sanur í fögru umhverfi.  Þar eru nokkur beztu hótela Bali. 
           
                    
        
        Tíu
        km sunnan Denpasar, skammt frá alþjóðaflugvellinum, er hin langa hvíta
        sandströnd heilsubótarstaðarins Kuta, sem þekktur er fyrir þægilegt
        andrúmsloft. 
           
          Þrjátíu
        km sunnan Denpasar, á Duaskaganum, er nýr orlofsstaður með öllum
        hugsanlegum þægindum (lúxusstrandhótel o.fl.). 
           
          
        Við
        Tanah Lot, 23 km frá Denpasar, má sjá stærsta sjávarhof Bali. 
        Það var byggt á 16. öld á kletti, sem öldurnar leika um. 
        Í neðansjávarhellum klettsins búa sjóslöngur, sem eru
        heilagar og vernda hofið gegn aðskotaverum og illum öndum. 
        Berzt er að fara í hofið kl. 17:00 (á fjöru). 
           
                    
          
                    
        
        Frá
        Denpasar til Penulisan:
        
         
                    
                    Haldið
        er til norðausturs frá Denpasar og eftir 10 km birtist myndskurðar-
        og myndhöggvaraþorpið Batubulan. 
           
          Þremur
        km lengra í norðvestur er Dluk, miðstöð gull- og silfursmiða. 
        Átta km norðar er þorpið Mas, þar sem tréskurðarmenn skera
        m.a. út listavelgerðar grímur. 
           
          Fjórum
        km norðar er þorpið Ubud, þar sem er vagga fegursta dansins á Bali,
        legong.  Nú er Ubud þorp málar-anna. 
        Í galleríinu Puri Lukisan eru verk nemenda þýzka málarans
        Walters Spies, sem talinn er upphafsmaður nútímamálaralistar á
        Bali. 
           
          Miðja
        vegu milli Ubud og Mas eer sveigt til austurs til Beduke.  þar í grennd er *Goa Gaja fíalhellirinn með veggristum frá
        fyrri hluta 11.aldar.  Hann
        fannst 1923.  Yfir
        hellisopinu er púkahaus með einni styttu til hvorrar handar. 
        Inni er Ganesha-stytta.  Við
        uppgröft, rétt við hellinn, fannst baðstaður, skreyttur sex gyðjustyttum,
        líklega úr hindúatrú. 
           
          Skammt
        ofan Bedulu í Pura Penatoran Sasih-hofinu í Pejeng, er ein stærsta
        ketiltromma heims geymd.  *Hljóðfærið,
        sem kallað er "Pejangmáninn", er 160 sm í þvermál og er líkast
        til frá dögum Dong-Son-ættarinnar, sem uppi var á 3.öld f.Kr. 
           
          Sé
        ekið frá Bedulu upp suðvesturhlíðar Eldfjallsins, tekur þorpið
        Tampahsiring við eftir 10 km.  Þar
        er að finna einhver athyglisverðustu klettahof og grafir í Sa-Asíu
        í *Gunung Kawi.  Við
        Tampahsiring er líka hið >1000 ára gamla hof Pura Tirta Empul, sem
        var bygg yfir heilaga lind, sem margir reyna að sækja heilsu, heilbrigði
        og auð til. 
           
          Frá
        Tampahsiring liggur 20 km leið upp í mót til Penelokan á gígbarmi *eldfjallsins
        Batur.  Þaðan er frábært
        útsýni yfir gíginn, Baturvatn og til næsta hluta fjallsins (1.717
        m).  Nýjustu hraunin eru frá
        gosunum 1917 og 1926, þegar þúsundir fórust og fjöldi húsa og hofa
        grófust undir hrauni eða eyðilögðust. 
        Íbúar Penelokan hófu fyrir nokkrum árum byggingu nýs hofs,
        Pura Batur, á hæð í nágrenninu. 
        Lágmyndir í Wayang-stíl skreyta inngang þess. 
        Innri hofhurðin, Paduraksa, er í stíl Mayapahittímans. 
           
          Frá
        Penelokan liggur leiðin niður að Baturvatni, þar sem hægt er að
        leigja báta til þorps-ins *Trunyan á austurbakkanum.  Þar búa enn þá hinir íhaldssömu Baliagar, sem segjast
        vera frum-byggjar eyjarinnar.  Í
        Trunyan er stærsta stytta Bali - Ratu Geda Pancering Jagat. 
           
          Sjö
        km norðvestan Penelokan er þorpið Kintamani, þar sem nokkrir ferðamenn
        geta fengið gistingu.  Nokkrum
        km lengra, við Penulisan í 1.745 m hæð, er Pura Tegen Koripan, hæst
        liggjandi hof eyjarinnar.  Þar
        eru >500 ára gamlar steinstyttur. 
        Einkum er gaman að heimsækja það, þegar hofhátíðir fara
        fram. 
           
                    
          
        Í
        bakaleiðinni er frá Penulisan til Denpasar er hægt að koma við í
        Bangli, sem er við suðurhlíðar eldfjallsins Batur. 
        þar er *Pura kehen, næststærsta hof Bali, sem rís á þremur
        stöllum.  Einkum bera þar
        af listaverk úr tré og steini. 
                    
          
                    
         
          
        
        Frá
        Denpasar til Karangasem:
        
         
                    
                    Ekið
        er til norðausturs, 30 km, til klunkung, þar sem er gamla dómshúsið
        *Kerta Gosa (Bale Kambang = fljótandi höll frá 18.öld), fyrrum hæstiréttur
        Bali. 
           
          Tveimur
        km sunnan Klunkun er þorpið Kamasan, sem þekkt er venga listmálaranna,
        sem hafa sérhæft sig í sígildum stíl Makabharata og Ramayana. 
           
          Tuttugu
        km norðan Klungkung, við suðvesturhlíðar eldfjallsins heilaga -
        Gunung Agung (3.152 m), er *Pura Besakih, helgasta hof Bali.  það er >1000 ára og í því er fjöldi altara frá
        mis-munandi tímum, helgidómar og dýrmætar styttur. 
        Hofshátiðirnar eru athyglisverðar. 
        Samkvæmt áletrun var erfi Mahendradatta drottningar drukkið þar
        árið 1007.  Eldgosið 1963
        ógnaði hofinu, sem skemmdist í jarðskjálftum, sem riðu yfir. 
           
          35
        km austan Klungkung, skammt frá austasta tanga Bali, er þorpið
        Karagasem (Aulapura), sem var eitt sinn höfuðaðsetur ríkasta
        drottnara Bali.  eldgosið
        1963 skemmdi það mjög.  Helzut
        skoðunarstaðir eru furstasetrið Puri Kanginan og vatnshöllin Istana
        Air Tirta Gangga, báðar byggðar á 20.öld. 
           
          Hægt
        er að koma við í þorpinu Iseh í bakaleið. 
        þar bjó þýzki málarinn Walter Spies 
           
                    
          
        
        Frá
        Denpasar til Singaraja:
        
         
        
        
                    
          Tíu km norðvestan Denpasar er þorpið
        Kapal.  Þar er hofið *Pura
        Prasada (16.öld), sem skemmdist í jarðskjálftum árið 1917 en var
        endurbyggt 1950.  Það var
        upprunalega reist af einum fursta Ostjavaníska Majapahit-ríkisins. 
        Hofhurðin er tákn ófullkomleikans og andstæðna alls í lífinu. 
        Í hofgarðinum eru 64 hásæti úr steini til minningar um
        fallna vini og trúnaðarmenn furstans. 
           
          
        
        Þorpið
        Mengwi er 4 km lengra.  þar
        er hofið stóra *Pura Taman Ayun frá 17.öld. 
        Þrír aðalguðir þess eru hindúagyðjan Siva, Visna og Brama.  Í umhverfi Mengwi finnast minjar frá síð-steinöld.
           
           
        
        
        Við
        Sangeh, 10 norðaustan Mengwi, er 10 ha helgur skógur með múskathnetutrjám
        og heilögum öpum. 
           
          Þrjátíu
        km norðar og ofan við Mengwi er orlofsþorpið Bedugul við gígvatnið
        Bratan, þar sem stendur Balihof og búddahof. 
           
          Handan skarðsins hlykkjast vegurinn niður að Balivatni á
        norðurströndinni.  þar er
        héraðs-höfuðstaðurinn Singaraja umkringd hrísgrjónaökrum,
        lindahof og hús í hefðbundnum, kínverskum stíl.  |