Lombok Indónesía,
Flag of Indonesia


LOMBOK
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lombok er 5435 km² eldfjallaeyja með 2,7 miljónum íbúa.  Eyjan féll undir Bali á fyrri hluta 18. aldar en varð hluti nýlenduveldis Hollendinga árið 1843 og rekstur plantekra hófst.
Aðalafurðir Lombok eru hrísgrjón, maís og tóbak.

Frumbyggjarnir, Sasakar, eru 1,6 miljónir.  Flestir þeirra eru trúblendingar, þótt þeir séu taldir múslimar.  Trú þeirra,  Islam Watu Telu, er bland af islam, hindú og náttúrutrú og trúarhátíðir þeirra eru mjög litríkar.

Mataram er höfuðstaðurinn.  Þar er dómshúsið fljótandi, Taman mayura, og Miruhofið.

Nokkrum km sunnan Mataram er fjallið Gunung Pengsong, vinsælt útivistarsvæði með apahofi.

Sandströndin *Kuta Beach er 45 km sunnan Mataram.  þar eru haldnar miklar æskulýðshátíðir í febrúar á hverju ári.

Ævintýramenn láta ekki hjá líða að klífa hið 3.726 m háa eldfjall Pinjani með smaragðsgræna gígvatninu Segara Anak.

Landbrú á milli Bali og Lombok fór í kaf í ísaldarlok við bráðnun jökla og um þessar eyjar liggur Wallace-línan (skilin á milli asískra og ástralskra dýrategunda).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM