| 
           
          
        Landslag: 
        Á stóru eyjunum eru fjallgarðar með a.m.k. 300 virkum eldfjöllum. 
        Hæst þeirra er Kerinci (3085 m). 
        Breiðir dalir eru á milli fjalla og regnskógar, fenjasvæði
        og flæðilönd við sjó.  Stærsta
        stöðuvatnið er Tobavatn, 1707 km², á Súmötru. 
           
          
          
        Loftslag: 
        Hitabeltisloftslag undir áhrifum monsúnvinda með háum hita, röku
        lofti og mismunandi mikilli úrkomu eftir landslagi. 
          
         
          Íbúarnir: 
        Indónesía er í þriðja sæti Asíuþjóða hvað snertir fólksfjölda
        á eftir Kína og Indlandi.   Indónesar
        eru flestir malæjar, javanesar, sunanesar, maduresar, balíesar,
        melanesar (irian, jaya) og kínverjar. 
           
          
          
        Trúarbrögð: 
        92% islam, hindúatrú, búddatrú, kristni, náttúrutrú og áhangendur
        Konfúsíusar. 
           
          Tungumálið
        er bahasa Indónesía og enska, sem er verulega útbreidd auk hollenzku. 
        Sjálfstæðisyfirlýsing frá 17. ágúst 1945. 
        Lýðveldi með valdamiklum forseta. 
        Ráðgefandi þing og löggjafarþing. 
        Indónesía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, ASEAN, Colombo-áætluninni,
        OPEC o.fl. alþjóðlegum stofnunum. 
           
          Höfuðborgin
        er Jakarta og aðrar stórar borgir eru:  Surabaya (2,5 millj.), Bandung (2 millj.), Medan (1,5
        millj.), Sanarang (1,1 millj.), Palembang (0,8 millj.), Ujung Padang (
        0,8 millj.), surakarta (0,6 millj.), Malang (0,5 millj.), Yogyakarta
        (0,4 millj.) og Banjarmasin (0,4 millj.). 
           
          Atvinnuvegir: 
          Landbúnaður: 
        Hrísgrjón, sykurreyr, maniok, kókoshnetur, maís, sætar kartöflur,
        bananar, hrágúmmí, jarðhnetur, sojabaunir, ananas, appelsínur,
        kaffi, tóbak og te. 
          
          
        Jarðefni: 
        Jarðolía, gas, nikkel, báxít, kol, kopar, tin, gull. 
          
          
        Iðnaður:  
        Olíuhreinsun, bíldekk, útvörp, sykur, baðmull. 
          
          
        Innflutningur: 
        Vélar, farartæki, stál, olíuvörur, sykur. 
          
          Útflutningur:
        Olía, gas, timbur, hrágúmmí, tin, kaffi, pálmaolía, tóbak, te,
        kopra (þurrkaðir kókoskjarnar), fiskur, krydd o.fl. 
          Heildarþjóðarframleiðsla
        90 milljarðar US$ (6,3 billjónir Ikr í apríl 1994). 
           
          
          
        Náttúrufar: 
        
          Eyjar
        Indónesíu eru rúmlega 13.600 talsins en aðeins 350 þeirra eru stærri
        en 100 km² og tæplega helmingur þessara 350 er byggður. 
        Indónesía liggur á milli 6°N og 11°S og 94°A og 141°A, sem
        er 1890 km frá norðri til suðurs og 5.100 km frá austri til vesturs. 
        Alls eru eyjarnar og hafsvæðin 5,2 milljónir km². 
        Enn þá er deilt um innlimun Irian Jaya (V-Nýju-Gíneu, 422.000
        km²). 
           
          Indónesísku
        eyjarnar eru framhald fellingafjalla Asíu (Himalaja).  Aðalbergtegundir eru granít, kvarts, kristallað hellugrjót
        auk margs konar verðmætra jarðefna. 
        Fellingahreyfingum, sem hófust í upphafi tertíer, er ekki lokið
        eins og tilvist >300 eldfjalla gefur til kynna (128 mikið virk). 
        Setlög frá tertíer og míósen; 
        kalk, leirlög, mergil (kalkleir), sandstein o.fl.
        er að finna í myndbreyttu hóla- og hæðalandslagi umhverfis
        fjallgarðana og í dölum þeirra bíður gífurlegt magn kola nýtingar. 
        Láglendi með flæðilöndum og fenjum eru á austanverðum
        eyjunum en þær eru sæbrattar að Indlandshafi. 
        Gjóskan og framburður ánna er frjósamur jarðvegur, en þau náttúrugæði
        hafa valdið of mikilli fólksfjölgun á sumum eyjanna. 
        U.þ.b. 2/3 hlutar eyjanna eru vaxnir skógi. 
        Hæsti tindur Indónesíu er Puncak Jaya (5.029 m). 
        Hann er á jöklasvæði Maokege-fjallgarðsins í Irian Jaya (V-Nýju-Gíneu).  Fyrir vesturströnd Súmötru, í Javahafi og Floreshafi, eru
        geysistór kóralrif. 
           
          
        Gróður.
        65%
        lands Indónesíu eru skógi vaxin. 
        Flæðilönd með fenjatrjám er að finna á austur-strönd Súmötru
        og á nokkrum strandbútum Kalimantan, Sulawesi, Irian Jaya og
        Molukkueyja.  Þá eru sígrænir hitabeltisskógar og sumpart salt- og sætvatnsfenjaskógar. 
        Ofar eru þokuskógar.  Monsúnskógar,
        sem fella lauf, og tekktré eru á stórum svæðum á Jövu og
        Litlu-Sundaeyjum.  Þurr-skógar
        og grassléttur er að finna í norðvesturhluta Súmötru, á Sulawesi
        og Litlu-Sundaeyjum, einkum Timor. 
        Þar er mikið um akasíu-, kasuar- og eukalyptustrjátegundir. 
        Ofan við 3000 - 3500 m.y.s. eru hitabeltisalpategundir, runnar
        og barrtré. 
           
          Dýralíf: 
        
          Indónesía
        er auðug af dýrategundum, enda um stórt landflæmi að ræða. 
        Milli eyjanna Kalimantan (Borneó) og Sulawesi og Bali og Lombok
        liggur hin svonefnda Vallace-lína, skírð í höfuðið á brezkum dýrafræðingi. 
        Hún markar skilin á milli dýrategunda Austurlanda og Ástralíu. 
        Á Súmötru er m.a. tígrar, fílar, nashyrningar, tapírar, vörtusvín,
        hjartarsvín, dverghirtir og margar apategundir. 
        Fjöldi orang utan (skógarmanna) er talinn vera í nánd við
        10.000 í heiminum og sér-stakt verndarsvæði fyrir þá er á
        Kalimantan (Borneó).  Fuglalífið er fjölbreytt, s.s. páfuglar og íbis. 
        Aragrúi skordýra.  Skriðdýr, m.a. stærsti krókódíll heims, listakrókódíll
        og pætonslöngur, sem geta orðið margra metra langar.  Javanashyrningurinn er í mikilli útrýmingarhættu (aðeins
        50 dýr eftir). 
           
          Austan
        Wallacelínunnar finnast litlar kengúrutegundir, maurabirnir,
        pungrottur, paradísarfuglar, kakadúar og stórir hlaupafuglar. 
        Stórar og ógnvekjandi eðlur finnast aðeins á eyjunni Komodo,
        þar sem álitið er, að þær hafi hafzt við í u.þ.b. 60 milljónir
        ára.  Sædýralífið er mjög
        fjölbreytt, fiskar, kórallar, krabbar, sem mylja kókoshnetur auðveldlega
        og risaskjaldbökur, sem eru í útrýmingarhættu.  |