| 
           
        
        Indónesíski
        eyjaklasinn Kepulauan Tanimbar nćr yfir u.ţ.b. 30 eyjar og er í
        Maluku-hérađi.  Eyjarnar
        eru á milli Banda- og Arafurahafanna. 
        Stćrsta eyjan er Yamdena (3100 km˛) međ ađalborginni Saumlaki,
        hafnarborg á suđurströndinni.  Ţessi
        eyja er ţéttvaxin skógi í austurhlíđunum en ađ vestanverđu eru
        eru víđa fen.  Eyjarnar í
        kring eru m.a. Larat í norđri, klettótt og vaxin ţéttum gróđri og
        Selaru í suđri, fremur flatlend og grasi vaxin. 
        Eyjaklasinn (5439 km˛) er utan hins sögulega, eldvirka svćđis. 
        Skortur er á ferskvatni vegna ţess, hve árnar eru fáar og
        litlar, en jarđvegurinn hentar til rćktunar maís, hrísgrjóna, kókospálma
        og sagópálma, kartaflna, plantains, mango og papćja. 
           
          
        Hollendingar komu til
        Tanimbar eyjaklasans 1629 og gerđu tilkall til hans 1639 en ţeir náđu
        ekki yfirráđum fyrr en um aldamótin 1900. 
        Íbúarnir eru flestir melanesískir papúar en ţeir hafa
        blandazt asískum innflytjendum.  Fjöldi
        ţeirra er andatrúar, nokkrir múslimar og kristnir. 
        Húsin eru úr timbri og pálmablöđum og víđast byggđ á
        staurum.  Inngangurinn er undir ţeim og staurarnir eru víđast
        fagurlega útskornir.  Karlarnir
        eru góđir bátasmiđir.  Ţeir
        safna sćbjúgum af sjávarbotni, verka skjaldbökuskeljar, rćkta svín
        og vinna viđ gull-, kopar- og járnnám.  |