Mesópótamía Írak,
Flag of Iraq


MESÓPÓTAMÍA
ÍRAK
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mesópótamía (gríska: Landiđ milli ánna) er svćđi í Vestur-Asíu milli ánna Tígris og Efrat, ţar sem fyrsta borgarmenning heims óx úr grasi í kringum 3500 f.Kr.  Mesópótamía, sem oft er nefnd vagga siđmenningarinnar, var líka vagga menningar súmera, Babýlóniumanna, Assýríumanna og kaldea.  Ţar er nú mestur hluti Íraks, Suđaustur-Tyrklands og Austur-Sýrlands.

Árnar Tígirs og Efrat renna beggja vegna u.ţ.b. 400 km breiđs landsvćđis suđur á bóginn frá Tyrklandi.  Efrat er u.ţ.b. 1300 km löng og Tígris 885 km.  Ţćr sameinast á leiđinni og heita ţá Shatt Al-Arab ţar til ţćr hverfa í Persaflóa.  Dalir og sléttur Mesópótamíu liggja ađ ţessum meginmóđum og ţverám ţeirra.  Landslag er hćđótt í norđri og austri og Arabíska eyđimörkin og Sýrlensku steppurnar í vestri.  Náttúruauđćfi Mesópótamíu hafa ćtíđ lađađ til sín ţjóđflokka frá nágrannalöndunum eins og ţjóđflutningar og innrásir í aldanna og teinaldanna rás lýsa bezt.  Úrkoma er lítil í ţessum heimshluta en áveitur gera mikla rćktun mögulega í frjósömum jarđvegi.  Döđluplálmarćktun í suđurhlutanum gefur af sér mat, trefjar, timbur og dýrafóđur.  Fiskur er í báđum ánum og mikiđ fuglalíf er í mýrlendum og stórum árósunum.

Fyrstu ríkin í Mesópótamíu.  Ţörfin fyrir áveitur og landvarnir leiddi snemma til gerđar áveituskurđa og byggingar borgarmúra.  Eftir 6000 f.Kr. stćkkuđu ţéttbýlin og urđu ađ borgum á 4. teinöld f.Kr. Eridu er líklega fyrsta ţéttbýliđ á ţessum slóđum en hiđ áhugaverđasta er Erech í suđurhlutanum, ţar sem leirsteinshof voru skreytt fögrum málmskreytingum og listaverkum úr steini.  Ţar fundust líka elztu rituđu heimildir um Mesópótamíu á 2. teinöld f.Kr.  Ţróun stjórnsýslu varđ til ţess, ađ ritmáliđ varđ til.  Súmerar voru líklega upphafsmenn ţessarar ţróunar, sem breiddist síđan út í norđurátt ađ Efrat.  Ađrar veigamiklar borgir í Súmer voru Adab, Isin, Kish, Larsa, Nippur og Úr.

Semítískur ţjóđflokkur frá miđhluta Mesópótamíu, akkadíar, lögđu ţetta landsvćđi undir sig í kringum 2330 f.Kr.  Konungur ţeirra, Sargon I hinn mikli (2335-2279 f.Kr.), stofnađi höfđingjaćttina Akkad og tungumál ţeirra kom smám saman í stađ súmersku.  Gútíar, sem voru hirđingjar í hćđunum í austurhlutanum, tóku viđ af Akkadíum í kringum 2218 f.Kr. og síđar tók 3. konungsćttin í Úr viđ yfirráđum í mestum hluta Mesópótamíu.  Súmerskar hefđir og siđir blómstruđu í Úr.  Innrásarmenn frá ríki í norđri, Elam, eyđilögđu Úr í kringum 2000 f.Kr.  Á valdatíma ţeirra náđi ekkert borgríki yfirráđum fyrr en um miđja 18. öldina, ţegar Hammurabi frá Babýlon sameinađi landiđ í nokkur ár í lok valdatíma síns.  Samtímis ţessum atburđum náđi amorítafjölskylda yfirráđum í Ashur í norđri en féll síđan ásamt Babýlon í hendur innrásarmanna.  Í kringum 1595 f.Kr. réđust hittítar á Babýlon og síđan tóku kassítar viđ.  Nćstur fjórar aldirnar blómstrađi Babýlon og konungar borgríkisins jöfnuđust á viđ faraóa Egyptalands.  Hurríar frá Kákasus, líklega skyldir Uratu-fólkinu, stofnuđu Mitanniríkiđ og innlimuđu Babýlon.  Hurríar höfđu búiđ í Mesópótamíu um aldir en eftir 1700 f.Kr. dreifđust ţeir í stórum hópum um norđurhluta landsins og inn í Anatólíu.

Stórveldi Assýríumanna og kaldea.  Í kringum 1350 f.Kr. fór konungsríkiđ Assýría í norđurhluta Mesópótamíu ađ fćra sig upp á skaftiđ.  Herir ţess sigruđu Mitanni, náđu Babýlon á sitt vald um tíma 1225 f.Kr. og komust alla leiđ ađ Miđjarđarhafi 1100 f.Kr.  Nćstu tvćr aldir drógu arameískir ţjóđflokkar á steppum Sýrlands úr framrásinni og međ ađstođ ţjóđflokka kaldea tókst ţeim ađ ná Babýlon á sitt vald.  Assýríumenn börđust viđ ţá og ađra ţjóđflokka og fćrđu aftur út kvíarnar eftir 910 f.Kr.  Ţegar veldi ţeirra stóđ sem hćst (730-650 f.Kr.) réđu ţeir löndum frá Egyptalandi ađ Persaflóa.  Sigruđ svćđi voru undir stjórn varakonunga eđa voru innlimuđ, ef íbúarnir voru međ uppsteit.  Ţeir, sem sýndu af sér tilburđi til uppreisna og óeirđa, voru óspart reknir ađ heiman, ţannig ađ víđa varđ mikil blöndun ţjóđflokka í landinu.  Tíđar uppreisnir kröfđust öflugs herafla en samt tókst ekki ađ halda uppi lögum og reglu í ţessu víđlenda ríki til langframa.  Spenna innanlands og árásir media og kaldea í Babýlóníu urđu Assýríu ađ falli áriđ 612 f.Kr.  Medar náđu undir sig hćđalandinu og létu kaldeum undir stjórn Nebúkadnesars II Mesópótamíu eftir.  Ţeir stjórnuđu ríkinu til ársins 539 f.Kr., ţegar Cyrus mikli, Persakonungur og konungur Medíu, lagđi Babýlon undir sig.

Persnesk yfirráđ.  Persar skiptu Mesópótamíu í héruđin Babýlon og Ashur.  Babýlon varđ voldugasta borgin í konungsdćminu.  Arameíska, sem var víđa töluđ fram ađ ţví, varđ ađaltunga íbúanna og stjórn landsins tókst ađ koma á jafnvćgi og ró.  Loks ţróađist stjórnsýslan í ofstjórn og ríkinu tók ađ hnigna.


Hellenar og Rómverjar.  Alexander mikli lagđi Litlu-Asíu undir sig 331 f.Kr.  Ađ honum látnum 323 f.Kr. leystist ríki hans upp.  Seleucus I kom til Babýon 312 f.Kr. og tók viđ völdum í Mesópótamíu og Persíu.  Fjöldi borga var stofnađur.  Seleucia viđ Tígris var hin stćrsta ţeirra og var miđstöđ hellenskrar menningar og viđskipta og vagga blómaskeiđsins, sem íbúarnir upplífđu um skeiđ.  Hiđ mikla áveitukerfi Nahrawan var byggt.  Í kringum 250. f.Kr. náđu konungar  Partíu af Arsacidćtt Mesópótamíu úr höndum seljúka.  Ţeir skiptu ríkinu í lén međ blöndu íbúa af grískum og persneskum uppruna.  Partíar stóđu af sér ţrjár miklar innrásir Rómverja en lutu í lćgra haldi fyrir sassanídum, sem réđu löndum frá Efrat ađ núverandi landamćrum Afghanistan.  Ţeir komu upp dugandi stjórn embćttismanna og bćttu víđa áveitu- og fráveitukerfi.  Stöku átök viđ rómverska hérađiđ Sýrland, sem Býzantínumenn réđu síđar (eftir 395), og araba á landamćrum eyđimerkurinnar, leiddu til falls ríkis sassanída, ţegar arabar voru ađ breiđa út islam áriđ 635.

Miđaldir og nútími.  Á árunum 635-750 réđu Umayyad-kalífar frá Damaskus landinu.  Ţá settust stórir hópar hirđingja ađ í landinu og arabíska tók viđ af grísku og persnesku.  Átök milli múslima leiddu til ţess ađ Baghdad varđ höfuđborg múslima og kalífar abbasída komust til valda.  Ţeir fluttu inn tyrkneska ţrćla og gerđu ţá ađ hermönnum, sem tryggđu völd ţessarar konungsćttar í landinu.  Eftir ađ mongólar lögđu Baghdad í eyđi áriđ 1258 varđ landiđ stjórnlaust og árásir bedúína og mongóla 1401 ollu víđtćkum skemmdum á áveitukerfum og drógu úr landbúnađi.

Ottómanatyrkir og persneskir safavídar kepptu um yfirráđin í Mesópótamíu frá 16. til 18. aldar.  Tyrkir urđu yfirsterkari.  Í fyrri heimsstyrjöldinni náđu brezka hersveitir landinu eftir miklar orrustur á landi.  Ţjóđabandalagiđ fól síđan Bretum, Sýrlendingum og Frökkum yfirráđin í Írak, sem varđ sjálfstćtt ríki áriđ 1932 međ ýmsum skilyrđum Breta og Sýrland áriđ 1945.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM