Súmer Írak,
Flag of Iraq


SÚMER
ÍRAK
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Súmer var fornríki í vestanverđri Asíu og samsvarađi Babýlóníu á tímum biblíunnar.  Sögu Súmer hefur veriđ púslađ saman úr brotum frásagna á leittöflum og munum, sem hafa komiđ í ljós viđ uppgröft fornminja.  Nafn ríkisins nćr aftur til fyrri hluta 3. teinaldar f.Kr.

Sagan. 
Alla fimmtu teinöldina f.Kr. bjó ţjóđflokkurinn ubaídíar á svćđi ţví, sem síđar var kallađ Sumer.  Ţessar byggđir ţróuđust smám saman í helztu borgir Súmer, Adab, Eriku, Isin, Kish, Kullab, Lagash, Larsa, Nippur og Úr.  Nokkrum öldum síđar, eftir blómaskeiđ súmera, komu semítar frá Sýrlandi og Arabísku eyđimörkinni, bćđi sem friđsamir landnemar og rćningjar, og blönduđust ubaídíum.  Eftir 3250 f.Kr. fluttist annar ţjóđflokkur, líklega frá löndum norđaustan Mesópótamíu, til Súmer og blandađist íbúunum.  Ţetta fólk var súmerar, sem talađi tungu, sem var alóskyld öđrum ţekktum tungumálum.

Nćstu aldir blómstrađi hagur landsins og veldi ţess jókst.  Listir og byggingarlist, handverk, trú og siđfrćđi voru í hávegum hafđar.  Súmerska varđ ađaltunga íbúanna og ţeir komu sér upp ritmáli, sem byggđist fyrst á myndrćnu formi.  Ţetta ritmál varđ ađ grundvelli ritađra samskipta um öll öll Miđausturlönd í nćstum 2000 ár.  Súmerar urđu líka fyrstir til ađ nota hjóliđ snemma á tímabili sínu (3500 f.Kr.).  Ţessi stađreynd olli ţví, ađ margir trúđu og trúa ţví enn, ađ súmerar hafi fundiđ upp hjóliđ.

Fyrsti konungur súmera, sem getiđ er í heimildum, var Etana, konungur Kish (2800 f.Kr.).  Honum er lýst á leirtöflu mörgum öldum síđar sem manninu, sem kom á stöđugleika í ríkinu.  Skömmu eftir valdatíđ hans stofnađi konungur ađ nafni Meskiaggasher höfđingjaćtt, sem var í samkeppni viđ konungsfjölskylduna í Kish, miklu sunnar í landinu.  Hann náđi völdum á svćđi, sem nćr frá Miđjarđarhafi ađ Zagros-fjöllum og sonur hans, Enmerkar (2750 f.Kr.) tók viđ af honum.  Valdatími hans er ţekktur vegna herleiđangurs hans gegn Aratta, borgríki norđaustan Mesópótamíu.  Lugalbanda, einn hershöfđingjanna, tók viđ af Enmerkar.  Herferđir og sigrar Enmerkar og Lugalbanda eru kjarni margra ţjóđsagna frá snemmsögulegum tímum Súmer.

Í lok valdatíđar Lugalbanda varđ Enmebaragesi (2700 f.Kr.), konungur af Etanaćtt í Kish, konungur Súmer.  Međal stórkostlegra afreka hans var sigurinn yfir konungsdćminu Elam og bygging Enlil-hofsins í Nippur.  Enlil var ađalguđinn í mesta hofi súmera.  Nippur varđ smám saman ađ trúarlegri og menningarlegri miđstöđ landsins.

Sonur Enmebaragesis, Agga (fyrir 2650 f.Kr.?), var síđasti konungur Etana-ćttarinnar og laut í lćgra haldi gegn Mesanepada, konungi Úr (2670 f.Kr.), sem stofnađi fyrstu höfđingjaćtt Úr.  Skömmu eftir dauđa Mesanepada, jókst veldi borgarinnar Erech undir stjórn Gilgamesh (2700-2650 f.Kr.).  Afrekum hans er lýst í söguljóđunum Gilgamesh.

Einhvern tíma fyrir 25. öld f.Kr. fćrđist veldi súmera undir stjórn Lugalanemundu frá Adab (2525-2500 f.Kr.) út, allt frá Zagros- til Taurusfjalla og frá Persaflóa ađ Miđjarđarhafi.  Nćstur tók Mesilim (2500 f.Kr.), konungur Kish, viđ völdum.  Í lok valdatíma hans var ríkinu fariđ ađ hnigna.  Súmersku borgríkin bárust stöđugt á banaspjótum og voru orđin hernađarlega veikburđa af ţeim sökum.  Einum konunga Lagash, Eannutum (2425 f.Kr.), tókst ađ fćra veldi sitt yfir allt Súmer og nokkur nágrannalönd.  Ţessir landvinningar voru ţó ekki langćir.  Síđasti eftirmađur hans, Uruinimgina (2365 f.Kr.), kom á margs konar félagslegum umbótum en varđ ađ láta í minni pokann fyrir Lugalzagesi (2370-2347 f.Kr.), landstjóra nágrannaborgríkisins Umma.  Nćstu tuttugu árin var hann voldugasti konungur Miđausturlanda.

Í kringum 23. öld f.Kr. hafđi dregiđ svo úr veldi súmera, ađ ţeir gátu ekki variđ ríki sitt.  Semítíski konungurinn, Sargon I hinn mikli (2335-2279 f.Kr.) náđi öllu ţessu landsvćđi undir sig og stofnađi nýja höfuđborg í Agade, nyrzt í Súmer.  Hún varđ auđugasta og voldugasta borg heims.  Innfćddir í norđurhlutanum og sigurvegarar ţeirra blönduđust smám saman og mynduđu ćttbálk, akkadía, sem talađi sína tungu. Súmer fékk nýtt nafn, Súmer og Akkad.

Höfđingjaćtt akkadía var viđ völd í u.ţ.b. eina öld.  Á valdatíma sonarsonar Sargons, Naram-Sin (2255-2218 f.Kr.), lögđu hinir herskáu gútíar frá Zargos-fjöllum Agade-borg í eyđi.  Síđan lögđu ţeir Súmer undir sig og skildu eftir sig eyđileggingu og dauđa, hvar sem ţeir fóru um.  Nokkrum kynslóđum síđar losuđu súmerar sig undan oki gútía.  Lagash-borg náđi aftur sínum fyrri ljóma, einkum á valdatíma Gudea (2144-2124 f.Kr.), sem var sérstaklega ráđvandur og hćfur landstjóri.  Vegna ţess, hve margar styttur hafa fundizt af Gudea, er hann kunnastur međal nútímamanna.  Súmerar fengu fullt sjálfstćđi frá gútíum, ţegar Utuhegal, konungur Erech (2120-2112 f.Kr.), vann úrslitasigur, sem var síđar greinilega getiđ í bókmenntum súmera.

Einn hershöfđingja Utuhegal, Ur-Nammu (2113-2095 f.Kr.), stofnađi ţriđju höfđingjaćttina í Úr.  Auk ţess ađ vera sigursćll hershöfđingi, vann hann einnig ađ félagslegum umbótum og samdi lagabálk, sem tók gildi u.ţ.b. ţremur öldum áđur en lög Hammurabis tóku viđ.  Shulgi (2095-2047 f.Kr.), sonur Ur-Nammu, var slyngur hermađur, hćfur stjórnmálamađur og bókmenntasinnađur.  Í valdatíđ hans döfnuđu skólar og ćđri menntastofnanir.

Snemma á annari teinöld f.Kr. réđust amorítar, sem voru semískir hirđingjar frá eyđimörkinni í vestri, inn í Súmer og Akkad.  Ţeir náđu smám saman fótfestu í helztu borgunum eins og Isin og Larsa.  Óreiđan og ólgan í kjölfar ţessarar innrásar hvatti elamíta til árásar (2004 f.Kr.) á Úr og handsama síđasta konung hennar, Ibbi-Sin (2029-2004 f.Kr.).

Aldirnar eftir fall Úr linnti átökum um yfirráđin í Súmer og Akkad ekki, fyrst milli Isin og Larsa og síđar milli Larsa og Babýlon.  Hammurabi frá Babýlon sigrađi Riv-Sin frá Larsa (1823-1763 f.Kr.) og varđ alráđur í Súmer og Akkad.  Valdataka hans markađi endalok ríkis súmera en menning ţeirra hélt áfram ađ dafna í Babýlóniu.


Fornleifafrćđi.  Fyrir miđja 19. öldina vissi enginn um fyrrum tilvist súmera og tungumáls ţeirra.  Fyrstu fornleifarannsóknirnar, sem leiddu til uppgötvunar Súmer, fóru fram á árunum 1842-54 á svćđum í Assýriíu, Nineveh, Dur Sharrukin og Calah og ţar voru franskir og brezki  fornleifafrćđingar ađ verki (Paul Émile Botta og Victor Place og Sir Austen Henry Layard og Sir Henry Creswicke Rawlinson) auk írakska fornleifafrćđingsins Hormuzd Rassam.  Ţúsundir leirtaflna og áletrana frá fyrstu teinöld f.Kr., ađ mestu á akkadísku, fundust.  Ţess vegna álitu flestir frćđimenn í fyrstu, ađ allar mesópótamískar áletranir vćru á akkadísku.  Rawlinson og írski presturinn Edward Hincks rannsökuđu ţessar áletranir og komust ađ ţví, ađ nokkrar ţeirra voru ekki á semítísku máli.  Áriđ 1869 stakk franski fornleifafrćđingurinn Jules Oppert upp á ţví, ađ nafn tungumálsins skyldi dregiđ af nafni Súmer og Akkad og ţađ yrđi kallađ súmerska.

Síđla á 19. öld og snemma á hinni 20. héldu franskir fornleifafrćđingar áfram uppgreftri í Lagash međ stuđningi Louvre-safnsins og bandarískir fornleifafrćđingar í Nippur međ stuđningi háskólans í Pennsylvaníu.  Rannsóknir fóru fram annars stađar, s.s. í Adab, Erech, Eridu, Eshnunna, Jemdet Nasr, Kish, Shuruppak, Tell al-Ubaid, Tutub og Úr.  Áveituborgin Kish, 13 km austan Babýlon viđ Efrat, var ein helzta borg Súmer.  Ţar hafa rannsóknir síđan 1922 leitt til funda mikils magns leirmuna.  Fornleifafrćđingar hafa líka uppgötvađ hof Nebúkadnesars II, konungs Babýlóníu, og Nabonidus (556-539 f.Kr.) og höll Sargons í Akkad en rústir ţeirrar borgar ná yfir tímabiliđ frá ţriđju teinöld til 550 f.Kr.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM