Teheran Íran,
Flag of Iran


Grafhýsi Khomeinis í Aliabad


TEHERAN
ÍRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tehran eða Teheran, stærsta borg landsins og höfuðborg er í Teheran-héraði á sandsléttu (1173m).  Iðnaður í borginni byggist m.a. á matvælum, baðmull, sementi og múrsteini.  Íranska olíufélagið í Teheran, sem hefur höfuðstöðvar í Abadan, stjórnar allir framleiðslu hráolíu.  Norðan borgarinnar, við rætur Elburzfjöll, er shemran íbúðahverfið.  Borgin hefur vaxið mest til norðurs undanfarin ár.  Suður á bóginn eru verksmiðjur og eldri hverfin, þ.m.t. leifar stórs markaðar, þar sem eru nú að mestu verzlanir.  Enn sunnar er Aliabad, grafreitur Ayatollah Khomeini og rústir fornborganna Rhages, fæðingarstaðar kalífans Harun ar-Rashid, og Rey, þar sem er nú olíuhreinsunarstöð.  Í miðri borginni eru torgin Sepah og Firdowsi.  Þar eru mikilvægar stjórnsýslubyggingar og nokkrar moskur og hallir.  Sunnan Sepah-torgs er Golestan-höllin og safn, sem hýsir minjar frá ýmsum fornum, persneskum fornleifasvæðum.  Bastan-safnið með fornleifum frá persneskum fornleifasvæðum er einnig mjög áhugavert.  Meðal menntastofnana borgarinnar eru Teheranháskóli (1932) og Shahid Beheshti-háskólinn (1959).

Þegar mongólar eyðilögðu fornborgina Rey árið 1220, slapp Teheran, sem var þá úthverfi frá 4. öld, við eyðilegginguna.  Hún óx smám saman næstu aldirnar.  Snemma á 17. öld voru 3000 hús og markaður innan borgarmúranna.  Agha Mohammad Khan, stofnandi Kajar-höfðingjaættarinnar, gerði Teheran að höfuðborg Persíu 1788.

Í valdatíð Pahlavi-ættarinnar (1925-79) var nútíminn innleiddur í borgina, hún var iðnvædd og byggð upp að nokkru leyti.  Nokkrar moskur og hallir frá 19. öld standa enn þá en flestar aðrar byggingar eru á yngri kantinum.  Meðal nýlegri bygginga eru öldungadeildin, Marmarahöllin, óperan, íþróttaleikvangur fyrir 100.000 áhorfendur og tveir millilandaflugvellir.  Árið 1943 héldu þjóðarleiðtogar bandamanna ráðstefnu í borginni.  Mikil ólga og óeirðir urðu í borginni í kjölfar brottreksturs keisarans og Pahlavi-ættarinnar 1979.  Á sjötta tug bandarískra borgara var haldið í gíslingu í bandaríska sendiráðinu í Teheran frá því í nóvember 1979 til janúar 1981.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 6,5 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM