Haifa ísrael skoğunarvert,
Flag of Israel


HAIFA
Skoğunarvert
ÍSRAEL

.

.

Utanríkisrnt.

Höfnin, sem var gerğ ağ hafskipahöfn á árunum 1929-33 og skılt meğ tveimur stórum hafnargörğum.  Strandlengjunni hefur veriğ breytt mikiğ meğ landfyllingum, şar sem nú standa hús hafnarstjórnar, vöruskálar og geymslusvæği, götu og járnbrautarsvæği.  Şarna er 10 şúsund tonna flotbryggja og 68 m hár kornturn (Dagon), sem rúmar 100 şúsund tonn.  Ağgangsmiğar ağ höfninni fást í upplısingamiğstöğinni hægra megin viğ ağganginn.  Boğnar eru bátsferğir um höfnina en şar er bannağ ağ taka myndir.

Karmelgatan (Shderot Hakarmel) er beint á móti Dagonturninum.  Hún er ağalgata hverfis şızku templaranna, sem var stofnağ 1868 og byggt fólki af şızku bergi fram ağ síğari heimsstyrjöldinni.  Hús meğ tígulsteinaşökum eru einkennandi fyrir şağ.  Kirkjugarğur templaranna, sem er annar tveggja slíkra í landinu (annar í Jerúsalem), er norğvestan hverfisins á lóğinni Jaffagata 150 viğ hliğina á brezka hermannakirkjugarğinum frá fyrri heimsstyrjöldinni.

Parísartorg (Kikar Paris)er viğ annan enda Jaffagötu.  Şar er endastöğ Karmelbrautarinnar.  Sunnan şess er maronítakirkja.  Şağ er upplagt ağ ganga eftir Shivat Zion-götu (heimferğin til Síon), sem bugğast upp í Hadar Hakarmel-hverfiğ.  Handan fyrstu beygju til hægri, í Bialikgötu, er ráğhúsiğ meğ listasafni, sem státar af gömlum og nıjum listaverkum.  Şar eru minjar frá Sesaríu og deildir fyrir muni frá Egyptalandi, Rómarveldi og úr bızantískum moskum í Shiqmona.

Minningargarğurinn (Gan Haziqaron) er 60 m yfir sjó.  Şar sem virki Dahirs el Umar, hæstráğanda í Galíleu 1740-75, stóğ, stendur ağeins fallstykki til ağ minna á şağ.  Şá er haldiğ áfram um Herzlgötu, sem er ağalgata hverfisins.  Á horni Balfourgötu er upplısingamiğstöğ ferğamála.  Ofar viğ götuna er Gamli Technion, sem var byggğur 1912 en ekki opnağur sem slíkur fyrr en 1925 vegn şess, ağ Tyrkir notuğu húsiğ sem sjúkraskıli.  Nıbyggingar Technion eru í suğausturhluta borgarinnar (Qiryat Hatechnion).  Beint á móti skólanum er Pevznergata, sem liggur ağ Borgarleikhúsinu, Rabbínaráğinu, şjóğminja- og tónlistarsafninu.  Şağan er stutt inn í miğhluta hverfisins, ağ Gan Haem-garğinum og dıragarğinum şar og ağ Hanassi- og Yefe Nofgötunum.  Japanska safniğ er í húsi nr. 89 viğ Hanassigötu.  Geysigott útsıni frá Yefe Nofgötu yfir borgina og höfnina og alla leiğ til Akko.

*Baháí’iskríniğ er í Persneska garğinum viğ Unogötu fyrir neğan Yefe Nofgötuna er áberandi í borgarmyndinni.  Viğ gröf stofnanda şess hefur şróast miğstöğ baháí’iflokksins.  Áriğ 1844 lısti Persinn Mirsa Ali Mohammed sig „Bab”, talsmann guğs á jörğu, og sex árum síğar var hann skotinn til bana í Täbris.  Eftirmağur hans, Mirsa Hussein , tók upp nafniğ Baha-u-illah og flúği til osmanaríkisins, şar sem hann lısti sig imam áriğ 1868.  Honum var haldiğ í fangelsi í 24 ár í Akko og dó şar 1892.  Hann var grafinn viğ samyrkjubúiğ (kibbuz) Shamerat norğan Akko.  Fylgismenn hans fluttu jarğneskar leifar Mirsa Ali Mohammed meğ leynd frá Persíu til Palestínu og gerğu honum gröf í Haifa.  Lokiğ var viğ byggingu şessarar stórkostlegu kúpulbyggingar áriğ 1953.  Viğ hliğina á henni er klassískt skjalasafn baháí’imanna og velhirtur garğur umhverfis.  Baháí’itrúin hefur breiğzt út til Evrópu og Ameríku.

Karmelklaustriğ er á Karmelhöfğa.  Şangağ komast gestir frá höfninni um Allenby- og Stella-Marisgötur eğa frá Gan Haemgarği um Hanassi- og Tchernikovskygötur.  Klaustriğ er rétt viğ vitann Stella Maris.  Fyrsta klaustriğ, sem karmelítar byggğu fyrir nıstofnağa reglu sína 1150, var eyğilagt 1291, şegar Akko fell.  Şağ var endurreist síğla á 18. öld, şegar Ahmed Jezzar var viğ völd, en eyğilagt á nı 1821 og endurbyggt 1828.  Framan viğ klaustriğ eru grafir bæklağra franskra hermanna Napóleons, sem herir Ahmed Jezzars drápu 1799.  Klaustriğ er helgağ spámanninum Elíasi og nemanda hans, Elísa.  Lífshlaupi şeirra er lıst í myndum í kirkjunni, sem státar líka af Maríulíkneski úr sedrusviği meğ postulínshöfği (1820) og er kallağ Fjallamadonnan.  Şrep liggja niğur í helli, şar sem er fyrrum bústağur og líklega gröf hins heilaga Elíasar.  Viğ innganginn í klaustriğ er lítiğ safn.

Spámannsskólinn er andspænis og neğan viğ klaustriğ.  Şessi hellir viğ rætur skagans er sagğur felustağur Elíasar, şegar konungar Ísraels leituğu hans og heilagasti stağur gyğinga í Haifa (Zev Vilnay).  Múslimar viğurkenna hl. Elías líka sem „el Khidr”, græna spámanninn, en şeir áttu sér mosku şarna til 1948.  Frá şessum helli komast gestir niğur á Jaffagötu.

Haffræğistofnunin er 1 km utan borgarinnar og şar er líka uppgröftur gömlu byggğarinnar í Shiqmona.  Hálfum km lengra er bağströnd og skammt şağan eru kirkjugarğar kristinna og gyğinga.  Á leiğinni inn í borgina aftur blasir Sjóminjasafniğ viğ.  Şağ var flutt frá höfninni, şar sem şağ var upphaflega.  Şar er ağ finna skipamódel, landakort, prentağ mál og myndskreytta sögu sjóferğa og hafna í landinu helga.

 TIL BAKA        Ferğaheimur - Garğastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM