Ancona Ítalía,
Flag of Italy


ANCONA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Ancona er borg í Miđ-Ítalíu, hafnar- og höfuđborg samnefnds svćđis í March-hérađi viđ Adríahaf.  Höfnin iđar af lífi og ţjónar bćđi fiski- og fragtskipum.  Ţarna er stunduđ skipasmíđi, vinnsla olíu og sykurs og framleiđsla segldúks, pappírs, efnavöru, vélbúnađar og hljóđfćra.

Grískir kaupmenn frá Sýrakúsu stofnuđu Ancona í kringum 390 f.Kr.  Síđar notuđu Rómverjar höfnina fyrir flota sinn í Illýríska stríđinu áriđ 178 f.Kr.  Júlíus Sesar tók hafnarbćinn eftir ađ hann fór yfir Rubicon áriđ 49 f.Kr.  Trćjan keisari lét stćkka höfnina og gerđi hana ađ viđskipta- og herskipahöfn.

Ancona varđ býzönsk eftir fall Rómarveldis áriđ 476 en gotar náđu bćnum áriđ 493.  Á sjöttu öld varđ Ancona ein henna fimm borga Pentapolis og hluti býzanska hérađsins Ravenna, sem langbarđar náđu undir sig áriđ 752.  Sarasenar lögđu Ancona í rústir áriđ 848 en bćrinn var endurbyggđur 876 og var undir yfirráđum Hins heilaga rómverska keisara.  Snemma á 13. öld komst borgin undir yfirráđ páfastóls og varđ hálfsjálfstćtt lýđveldi.  Áriđ 1532 varđ borgin hluti af Páfaríkinu.

Á tímum frönsku stjórnarbyltingrinnar og Napóleonsstyrjaldanna náđu Frakkar borginni áriđ 1797 en Austurríkismenn náđu henni aftur fyrir Páfaríkiđ 1799.  Aftur tóku Frakkar borgina 1801 og gerđu hana hluta af konungsríkinu Ítalíu, sem skilađi henni síđar til Páfaríkisins.  Austurríkismenn brutu uppreisnir gegn Páfaríkinu á bak aftur (1831 og 1849).  Áriđ 1860 lögđu ítalskir ţjóđernissinnar borgina undir sig og hún varđ hluti af hinu nýja konungsríki Ítalíu.  Mikiđ tjón varđ í borginni í síđari heimsstyrjöldinni.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM