Bologna Ítalía,
Flag of Italy


BOLOGNA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Bologna í Emilia-Romagna er í 50 m hćđ yfir sjó međ u.ţ.b. hálfa milljón íbúa.  Borgin er á suđurhluta Pósléttunnar viđ rćtur Appenínafjalla.  Hún er ein elzta borg Ítalíu og fyrrverandi höfuđborg Emilia.  Hún er hákólaborg og erkibiskupssetur.  Borgina prýđa samtals 35 km langar götur međ bogagöngum, tígulsteinahöllum, margar gamlar kirkjur, merkilegir skakkir turnar og leifar 8 km langra borgarmúra frá 13. og 14. öld. 

Matargerđarlist Bologna er víđfrćg, einkum vegna bolognesikjötsósunnar.  Ađaliđnađur er framleiđsla deigvara (spaghetti) og pylsuframleiđsla (sérstaklega mortadella), skógerđ, efna- og vélaiđnađur og nákvćmnisiđnađur.  Bóksala er einnig talsverđ.  Flughöfn er í Borgo Panigale, 7 km norđaustan Bologna.

Etrúskar skírđu Bologna Felsina en Rómverjar (189 f.Kr.) Bononia og skipulögđu herstöđ sína eftir ferhyrningsreglunni, sem sjást merki um í miđborginni.  Hinrik V, keisari, lýsti borgina frjálsa 1116 og hún gekk í sambandsríkiđ Langbarđaland, ţar sem Bologna lagđi drjúgt liđ í baráttunni gegn Hohenstaufenćttinni.  Ríkisskóli var líklega stofnađur á 5. öld.  Hann varđ háskóli á 13. öld, ţar sem var lögđ stund á líffćrafrćđi ţegar á 14. öld.  Líklega elzti skóli Evrópu, sem sóttur  var hvađanćva ađ.

Ađalsćttir áttu í deilum viđ páfana á 14. öld um völd í Bologna.  Júlíus III, páfi, innlimađi Bologna í kirkjuríkiđ 1506.  Áriđ 1530 fóir ţar fram síđasta keisarakrýning á Ítalíu, ţegar Karl V var krýndur.  Áriđ 1796 gerđi Napóleon Bologna ađ lýđveldi, sem endađi 1815 og Bologna varđ á ný hluti kirkjuríkisins og áriđ 1860 hluti ítalska konungsríkisins.  Miklar orrustur voru háđar í nágrenni Bologna í síđari heimsstyrjöldinni.  Í ágúst 1980 fórust 80 manns í sprengjutilrćđi hryđjuverkamanna á ađalbrautarstöđinni.  Verndardýrlingur Bologna er *San Petronio (í dómkirkjunni).

Gotneskar tígulsteinabyggingar eru einkum einkennandi fyrir Bologna, t.d. dómkirkjan.  Endurreisnar- og barokhús eru líka mörg.  Michelangelo skreytti *San Domenicokirkjuna.  *Skökku turnarnir (1119; 498 ţrep: úr tígulsteini) eru tákn borgarinnar.  Hinn hćrri er 97,6 m hár, og hinn lćgri 48 m.  *Höggmyndasafniđ međ *málverkasafni (lokađ á mánudögum).

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM