Elba Ítalía,
Flag of Italy


ELBA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Elba er 223 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 30.000.  Eyjan er á milli stranda Ítalíu og Korsíku.  Hún  er 27 km löng og 18,5 km breið, stærst eyja Toscanahéraðs og er að mestu úr graníti og porfýr.  Á austurhlutanum eru dýrmætir málmar í jörðu (40-80% málminnihald).

Veldi etrúska á Ítalíu byggðist fyrst á járnnámunum á Elbu.  Rómverjar nýttu þær einnig.  Þær eru enn þá ein af undirstöðum atvinnulífsins á eyjunni auk fiskveiða (túnfiskur og sardínur) og landbúnaðar (ávextir, vín).  Loftslag og náttúrufegurð laða marga gesti að.  Vinsælt er að stunda köfun við eyjuna.

Frá 962 tilheyrði Elba Pisa, 1290 Genúa, síðar Lucca og 1736 Spáni.  Árið 1814 var Elba afhent Napóleon til yfirráða.  Þar dvaldi hann frá 4. maí til 26. febrúar 1815.  Vínarfundurinn ákvað, að Elba yrði aftur hluti af Toscana.

Portoferraio (Járnhöfnin) er í 10 m hæð yfir sjávarmáli og íbúafjöldinn er u.þ.b. 2.000.  Aðalbær eyjarinnar.  Í kirkjunni, Misericordia, er árlega (5. maí) haldin sálumessa fyrir Naoóleon.  Þar er og eftirlíking af kistu hans og dánargríma úr bronzi.  Á hæsta stað Portoferraio er Napóleonstorgið (útsýni).  Forte Falcone og Forte Stella, bæði frá 1548, en Napóleon lét ljúka byggingu þeirra.  Sjávarmegin við torgið er Villa Molini, áður opinber bústaður Napóleons.  Inni er bókasafn hans og aðrir minjagripir.

U.þ.b. 6 km suðvestan Portoferraio, í skógi vöxnum hlíðum Monte San Martino (370 m), er Villa Napoleone, áður sumardvalarstaður Napóleons.  Útsýnissvalir.

Marciana er smáþorp í 275 m hæð yfir sjó.  Kastalarústir.  Strengjabraut upp á Monte Capanne (1.019 m), hæsta tind Elbu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM