Padua Padova Ítalía,
Flag of Italy

Skođunarvert

PADUA / PADOVA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Padúa er í 12 m.y.s.  Hérađshöfuđborg Padova 30 km vestan Feneyja.  Frćgust fyrir háskóla og  heilagan Antoníus, sem mikill átrúnađur er á í borginni. *Dómkirkjan er kennd viđ hann (1232-1307; blanda rómansks, gotnesks og byzantísks stíls).  Utan dómkirkjunnar er riddaralíkneskiđ Gattamelata, stćrsta slíkt verk síns tíma úr bronsi.  Freskur  Giottos og Mantegna eru einnig listaverk í fremstu röđ.

Hin rómverska Patavium var ein ríkasta borg Ítalíu í upphafi keisaratímans og reis til nýs blómaskeiđs eftir ađ húnar lögđu hana í eyđi áriđ 452.  Undir stjórn Staufera varđ hún fyrst norđurítalskra borga til ađ gerast sjálfstćtt borgríki (1164).  Hún var ađ mestu gelfísk á ófriđartímum áratuga en áriđ 1318 tók Carrara-ćttin völdin, sem hún hélt til 1405, ţegar hún féll undir lýđveldiđ Feneyjar.

Söguritarinn Titus Livius (†17 e.Kr.) lifđi og dó í Padua.

Hinn málsnjalli iđrunarpredikari heilagur Antóníus (fćddur í 1195 í Lissabon, dó í Arcella 2,5 km norđan Padua) starfađi í Padua.

Mikilvćgi Padua á miđöldum og endurreisnartímanum byggđist mest á háskólanum, sem stofnađur var 1222 og stćkkađur 1238 (Friđrik II keisari).  Hann var vagga húmanismans og dró ađ sér fjölda listamanna.

Mestu listaverkin í Padua frá 14. öld eru eftir ađkomumenn, Giotto, Giovanni Pisano eđa Altichiero.  Á uppgangstímum 15. aldar lögđu flórensku listamennirnir Donatello, Paolo Uccello og Andrea del Castagno hönd á plóginn og höfđu jafnframt varanleg áhrif á myndhöggvara eins og Bartolomeus Bellano og Andrea Riccio og málarann Andrea Mantegna (1431-1506).

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM