Parma Ítalía,
Flag of Italy


PARMA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Parma, í Emilia-Romagna, er í 57 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 180.000 íbúa.  Parma var fyrrum höfuðborg samnefnds hertogadæmis en er nú háskólaborg við rætur Appennínafjalla við ána Parma, þverá Pó.  Þrátt fyrir háan aldur, er Parma við Via Aemilia nútímaleg með beinum og reglulegum götum.  þar sem urðu skaðar í síðari heimsstyrjöldinni, einkum í norðvesturhluta miðborgarinnar eru ný torg.

Árið 183 f.Kr. varð byggðin rómversk nýlenda.  Uppgangur á miðöldum vegna ullarvefn-aðar.  Háskóli stofnaður á 11.öld.  Á tímabilinu 1346-1512 tilheyrði Parma Mílanó.  Páll III, páfi, lét syni sínum, Pier Luigi Farnese, Parma eftir.  Hans ætt dó út í beinan karllegg og Búrbónar komust til valda.  Napóleon réði 1807-15.  Seinni kona Napóleons, Marie Luise, fékk Parma til dauðadags en síðan tóku Búrbónar við aftur til 1859, þegar þeir urðu að yfirgefa landið ásamt austurríska hernámsliðinu.  Parma varð hluti hinnar nýju Ítalíu, konungsríkinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM