Trieste Ítalía,
Flag of Italy


TRIESTE
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Trieste, hafnarborg við Triesteflóaa og Adríkahafið, er höfuðstaður samnefnds svæðis og Friuli-Feneyjahéraðs við Triesteflóa, á Norður-Ítalíu.  Höfn borgarinnar er stór og vel búin tækjum.  Þar eru m.a. skipasmíðastöðvar.  Í borginni eru einng stálver og verksmiðjur á sviðum vefnaðar, vélbúnaðar- og matvælaframleiðslu.  Gamli borgarhlutinn er í neðanverðum hlíðum San Giusto-hæðarinnar og nýi borgarhlutinn nær niður að höfninni.  Meðal aðalmerkisstaða borgarinnar eru rómverskt hringleikahús og San Giusto basilíkan (5. öld).  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1938 og stofnun æðri menntunar á sviði eðlisfræði árið 1979.

Ágústus keisari lét gera þar höfn á 1. öld f.Kr.  Eftir skiptingu Vesturrómverska ríksins á 5. öld náði Atli húnakonungur borginni á sitt vald.  Á 6. öld varð hún hluti af býzantíska veldisins.  Á 8. öld réðu langbarðar borginni um stutt skeið og síðan karólínar (annað ættarveldi konunga Frankaveldis).  Lokst varð borgin sjálfstætt samfélag.  Árið 1382 afréðu borgarbúar að njótar verndar Austurríkismanna allt fram yfir fyrri heimsstyrjöldina (nema á árunum 1797-1805 og 1809-1813, þegar hún varð hluti af hinu franska hernámi Ítalíu.  Árið 1719 gerði Karl VI, keisari Hins heilaga rómverska ríkis, Trieste að sjálfstæðri hafnarborrg.  Hún og umhverfi hennar varð sérstöku krúnulandsvæði árið 1867.  Austurríska stjórnin afnam leyfisbréf hinnar sjálfstæðu hafnarborgar árið 1891 og gaf út fríhafnarbréf í staðinn.  Borgin óx og dafnaði á 19. og 20. öldum sem út- og innflutningshöfn fyrir Miðevrópulönd. 

Ítalskar hersveitir náðu borginni á sitt vald árið 1918.  Árið 1919 sömdu Ítalar við Austurríkismenn í Saint-Germain um yfirráð yfir borginni.  Þótt hún héldi áfram að vera fríhafnarborg, hnignaði hagur hennar sem miðstöð utanríkisviðskipta undir ítalskri stjórn vegna þess að pólitískt sambandi hennar við við Mið-Evrópu rofnaði en iðnþróunin hélt áfram.  Júgóslavneskar hersveitir náðu borginni á sitt vald í maí 1945 og samkvæmt friðarsamingum árið 1947 varð Triesta og  nánasta umhverfi hennar að frjáls landsvæðis undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna.  Svæðinu var skipt í svæði A, sem náði yfir borgina sjálfa og var undir stjórn bandamanna, og svæði B, sem var undir stjórn Júgóslava.  Mestur hluti svæðis A varð ítalskts land á ný samkvæmt samningum við Júgóslavar árið 1954 (staðfestir árið 1974), sem kváðu einnig um áframhaldandi fríhafnarstöðu borgarinnar.  Aðrir hlutar svæðisins voru innlimaðir í Júgóslavíu og urðu síðan hluti Slóveníu, þegar hún varð að lýðveldi árið

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM