Japan hátíđaalmanak,
Flag of Japan

AFŢREYING og UPPÁKOMUR HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR

JAPAN
HÁTÍĐAALMANAK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gregoríska tímataliđ gildir víđast hvar í Japan.  Ţess vegna eru hátíđir og frídagar fastákveđnir samkvćmt ţví og ţađ er auđvelt ađ skipuleggja fyrirfram, ţađ sem hver og einn vill taka sér fyrir hendur eđa taka ţátt í.  Nauđsynlegt er ađ bóka gistingu löngu fyrirfram vegna hins mikla fjölda fólks, sem flykkist ađ.

Kirsuberjatrén fara ađ blómstra á Tókíó- og Kíótó-svćđunum í kringum 5. apríl og fyrr sunnar.  Nćstu tvćr vikurnar fćrist ţessi blómi norđur eftir eyjunum.

JNTO gefur út gagnlegan bćkling um „Árlega viđburđi í Japan", ţar sem gefnar eru nákvćmar upplýsingar um allar uppákomur alls stađar í landinu.


Hátíđisdagar
1. janúar, nýársdagur, er lögbođinn frídagur í Japan.  Ţá eru útihurđir skreyttar međ greinum furu- og plómutrjáa, bambusfrjóum og pappírslaufbogum.  Fólk á kyrrláta stund hjá Shintoskrínunum og heimsćkir vini og ćttingja og skiptist á heillaóskum.

9.-10. janúar er hátíđisdagur helgađur Toka Ebisuhofinu í Ósaka.  Ţá ákalla ţúsundir manna Ebisu, verndarguđ vinnu og hamingju.  Konur fara í skrúđgöngu í skrautlegum Kimonoklćđnađi.

15. janúar, hátíđ hinna fullveđja, er lögbođinn frídagur.  Ţessi dagur er helgađur ungu fólki, sem hefur orđiđ fullveđja, tvítugt, á síđasta ári og ţví árnađ allra heilla í lífinu.

2.-6. febrúar er snjóhátíđ í Sapporo (á Hokkaido).  Ţá eru sköpuđ alls konar stórkostleg listaverk úr snjó á götum borgarinnar.

3. febrúar er lampahátíđin viđ Kasuga-hofiđ í Nara.  Ţá er kveikt á rúmlega 3000 lömpum á og viđ skríniđ.

3.-4. febrúar er Set-subun-matsuri-hátíđin (Vetrarlokahátíđ).  Ţá stendur fólk í hofunum og stráir um sig baunum til ađ hrekja brott óheillapúka og heldur upp á síđasta vetrardag.

11. febrúar er ţjóđhátíđardagurinn lögbođinn frídagur.

3. marz er Hina-matsuri-hátíđin, dúkkuhátíđ fyrir stúlkur.  Ţá rađa ţćr upp dúkkum, sem eiga ađ tákna keisarafjölskylduna og hirđina, heima hjá sér.

13. marz er hátíđ Kasugahofsins í Nara međ hefđbundnum athöfnum.

20.-21. marz er jafndćgurs- eđa vorhátíđ (lögbođinn frídagur) međ guđsţjónustum í búddahofunum.

Blómstrunarhátíđ kirsuberjatrjánna (sjá framar).

Í apríl er alţjóđleg hátíđ í Osaka.

8. apríl er fćđingardagur Búdda.  Ţessi hátíđ er tíđast nefnd blómahátíđin (Hana-matsuri) og haldin í hofunum.  Víđa hella hinir trúuđu sćtu tei yfir búddalíkneskin í virđingarskyni.

29. apríl var fćđingardagur keisarans gamla og lögbođinn frídagur.

3. maí er stjórnarskrárdagurinn og lögbođinn frídagur.

5. maí er barnadagurinn og lögbođinn frídagur.  Upprunalega var dagurinn helgađur drengjum eingöngu en nú báđum kynjum.  Honum fylgja óskir um, ađ börnin verđi nýtir borgarar.  Stórir pappírskarfar eru hengdir upp utan á húsunum og eiga ađ tákna styrk og ákveđni.  Einnig eru litlar hermannadúkkur, sverđ, hjálmar og gunnfánar settir upp í görđunum.

15. maí er stokkrósahátíđin, Aoi-matsuri, viđ Shimogamo-hofiđ í Kíótó.  Skrautleg skrúđganga táknar keisarann og fylgiliđ hans, sem hefur vottađ helgiskrínum virđingu sína undanfarna daga.

17.-18. maí er helgiskrínahátíđin mikla viđ Toshoguhofiđ í Nikko.  Hinn 18. maí fara rúmlega 1000 stríđsmenn í fullum hertygjum um götur borgarinnar.

Ţriđju helgina í maí er Sanja-matsuri, hátíđ Asakusa-skrínisins í Tókíó.  Ţá er fariđ í skrúđgöngu međ skrautleg burđarskríni.

Ţriđja sunnudaginn í maí er Mifune-matsuri, bátahátíđin í Arashiyama viđ Kyoto.  Ţessi hrífandi hátíđ byggist á afturhvarfi til Heian-tímans (794-1183) og bátsferđum keisarans og hirđar hans á ánni á ţeim tíma.

10.-16. júní er Sanno-matsuri, hátíđ Hie-skrínisins í Tókíó (í Akasaka-hverfinu).  Helgiskríni eru borin um borgina í einhverri stćrstu skrúđgöngu höfuđborgarinnar.

7. júlí er Tanabata, stjörnuhátíđin.  Hún er tileinkuđ stjörnunum Atari og Vega sem tákna prins og prinsessu í augum Japana.  Börnin stinga niđur bambusstöngum međ pappírsstrimlum, sem kvćđi hafa veriđ skrifuđ á.  Götur eru líka víđa skreyttar ríkulega.

13.-16. júlí er Bon, lampahátíđ fyrir hina látnu.  Ţá fara fram athafnir um allt land til minningar um hina látnu, sem snúa ţá aftur til jarđar samkvćmt búddatrúnni.

16.-17. júlí er Gion-matsuri, hátíđ Yasakahofsins í Kíótó.  Ţessi kunnasta hátíđ borgarinnar var fyrst haldin á 9.öld, ţegar ćđstiprestur ţessa hofs stofnađi til helgigöngu til ađ bćgja frá farsótt.  Hinn

17. júlí eru dregnir skrautvagnar um göturnar.  Helgigangan er tiltölulega stutt.  Kvöldiđ áđur er miklu meiri hátíđarblćr yfir borginni.  Skrautvagnarnir eru til sýnis og í gömlu húsunum og búđunum viđ Shijo-dori-götuna (milli Kawaramachi-dori og Omiya-dori) eru erfđagripir fjölskyldnanna til sýnis.  Ţetta er einstakt tćkifćri til ađ kynnast lífinu í ţessum húsum.

6.-8. ágúst er Tanabata-matsuri, stjörnuhátíđ, í Sendai.

15.-18. ágúst er Awa-odori, söguleg danshátíđ, í Tokushima.  Dag og nótt fara hópar tónlistarmanna um göturnar.

15. september er dagur gamla fólksins (lögbođinn frídagur).

23.-24. september, jafndćgur eđa fyrsti haustdagur (lögbođinn frídagur).  Ţá fara hinir trúuđu í hofin til ađ biđja fyrir sálum hinna framliđnu.

10. oktober er dagur íţrótta og heilbrigđis.

17. oktober er hausthátíđ Toshoguskrínisins í Nikko.  Fulltygjađir stríđsmenn fylgja burđarskríni ađ heilaga torginu Otabisho.

22. oktober er Jidai-matsuri, borgarstofnunarhátiđ viđ Heianhofiđ í Kíótó.  Ţá er minnst stofnunar borgarinnar áriđ 794.  Rúmlega 2000 manns í sögulegum klćđnađi taka ţátt í skrúđgöngunni.

3. nóvember er menningardagurinn (lögbođinn frídagur) og dagur Daimyo-gyroetsu.  Skrúđganga í Hakone-Yumoto um hina gömlu Tokaidoleiđ í grennd viđ heilsuhćliđ.

15. nóvember er Shichi-go-san, heimsókn í barnahofiđ.  Nafniđ ţýđir 'Sjö-fimm-ţrír'.  Sjö ára stúlkur, fimm ára drengir og ţriggja ára drengir og stúlkur ganga í hátíđarbúningi ađ skríni sínu.

23. nóvember er ţakkarhátíđ (lögbođinn frídagur).

25. desember er jóladagur.  Á japönsku Kurisumas eftir enska orđinu Christmas.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM