Hiroshima Japan,
Flag of Japan


HIROSHIMA
JAPAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Héraðshöfuðborgin Hiroshima  er vestarlega á Honshu við Setonaikai og um hana rennur áin Ota í sex kvíslum.  Byggðin teygist eins og fingur út í Hiroshimaflóa.  Borgin komst á spjöld sögunnar, þegar henni var eytt algerlega með vetnissprengju í lok síðari heimsstyrjaldarinnar

Hinn 6. ágúst 1945 kl. 08:15 varpaði bandaríski flugherinn fyrstu vetnis-sprengjunni á Hiroshima.  Hún eyddi borginni gjörsamlega og deyddi u.þ.b. 200.000 manns.  Þá var álitið, að svæðið yrði óbyggilegt um áratugi, en það var hægt að hefja uppbygginguna þegar árið 1949.  Árið 1974 var íbúafjöldinn orðinn rúmlega tvöfaldur frá 1945.

Eftir endurbygginguna var Hiroshima stærsta borg Chugokuhéraðs og er nú miðstöð menningar, ferðaþjónustu og stjórnsýslu þess.

U.þ.b. 2 km vestan aðalbrautarstöðvarinnar er kastalinn (Karfaborg; byggð 1593).  Fimm hæða turninn (nú safn) var endurbyggður árið 1958.  Þaðan er gott *útsýni yfir borgina, höfnina og eyjuna Miyajima.

Skammt sunnan kastalans blasa við Sprengjukirkjan, rústir húss iðnaðar- og verzlunarráðsins, sem var miðja sprengingarinnar (eyðingin var alger í 3 km radíus).  Til vesturs sést ein Honkawa- og Motoyasueyjanna milli kvísla Ota með *Friðargarðinum.

Frá suðurhluta garðsins liggur hin 100 m breiða Friðarbraut til austurs að Hijiyama-garði á hæð, vaxinni kirsuberjatrjám, þaðan sem er gott útsýni yfir borgina.

Norðaustan Friðargarðsins er minningarkirkja um heimsfrið, sem var byggð fyrir tilstilli þýzka jesúítaprestsins Hugo Lassalle.  Hann lifði af sprenginguna 1945.  Hún er ein stærsta katólska kirkjan í Asíu og margar þjóðir styrktu byggingu hennar.  Í 46 m háum turninum hanga fjórar klukkur frá Bochum.  Orgelið er frá Köln og bronzhurðin frá Düsseldorf.  Belgar gáfu altarið.


UMHVERFI  HIROSHIMA
**Miyajima (Hofsey) er 30 km² stór eyja í Hiroshima-flóa (ferju- og lesta-tenging við borgina).  *Itsukushima-hofið, sem Suiko keisari (554-628) lét líklega reisa.  Það var stækkað í núverandi stærð 600 árum síðar.  Hús þess eru á staurum í lítilli vík og virðast fljóta á sjónum á háflóði.  Hið kunna, rauðmálaða hlið (Torii) í mynni víkurinnar er úr kamfóruviði.  Á miðri eyjunni er Misen-fjall (530 m).  Í skógum þess eru villtir apar og krónhirtir.  Við tindinn er Gumonji-do-hofið, sem Kobo-daishi stofnaði á 9.öld.

Rúmlega 40 km suðvestan Hiroshima er borgin Iwakuni (120þ. íb.).  Þar er áhugaverður kastali (1603) og hin 193 m langa brú með fimm bogum, Kantai (upp-runalega frá 1673; skemmdist í flóði árið 1950 og endurbyggð árið 1953).

JAPAN

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM