Honshu Fuji Hakone Izu Japan,
Flag of Japan


HONSHU
JAPAN
Fuji - Hakone - Izu

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

*Fuji-Hakone-Izu-þjóðgarðurinn, suðvestan Tokyo, nær yfir fjögur ósamliggjandi svæði:  Fuji- og Fujivatnasvæðið, svæðið í kringum Hakone með Ashi-vatni og Izuskagann auk hinna sjö Izueyja fyrir ströndum hans.  Samgöngur milli svæðanna eru góðar með lestum, rútum og bátum.  Auðveldast er að komast til Hakonesvæðisins.  Shinkansenhraðlest brunar frá Tokyo til Odawara (40 mín.) og þaðan aka rútur og hægfara lestir til Hakone.  Við komuna frá Odawara er fyrst fyrir fyrsta jarðhitabaðið í borginni Yumoto.  Sex km lengra er hinn frábæri baðstaður Miyanoshita, sem er góð miðstöð til frekari ferða um svæðið.  Þaðan er ekið með rútum og togbrautum til ýmissa jarðhitasvæða við Kowakidani og Owakudani.  Ashivatnið er fallegt (vatnaíþróttir og veiði) en þar standa Fuji- og Komagatakefjöll á haus (gott útsýni frá hinu síðarnefnda, sem er 1327 m hátt til Fujifjalls og Izaskaga).  Þar eru líka hveraböð í Sengokuhara-onsen (4 golfvellir) og útsýnisleiðin Ashinoko Skyline Driveway liggur til bæjarins Kojiri við enda Ashivatns.

**Fujifjall (3776 m) er hæsta og frægasta fjall Japans.  Réttnefni þess á japönsku er Fjui-san en nafnið Fujiyama er ekki notað í Japan.  Þetta fjall er heilagt í augum Japana og var fyrrum talið bústaður guðanna.  Allt frá 12.öld trúa búddistar því, að það sé inngangur í annan heim og allt fram til 1868 var konum bannað að stíga þar niður fæti eins og gilti og um aðra heilaga staði.  Nú á dögum ganga a.m.k. milljón manns á fjallið í júlí og ágúst.  Þessi ganga er álitin heilög og hápunkturinn er að verða vitni að sólaruppkomu (Goraiko) af tindi þess.  Upphaf (1. júlí) og lok (31. ágúst) fjallgöngutímabilsins eru haldin hátíðleg.

**Svæði hinna fimm Fuji-vatna (Fuji-goko) við norðurrætur fjallsins er aðgengilegt frá Tokyo (Shinjuku- og Aðalbrautarstöðin).  Þaðan aka lestir til Gotemba við Fuji austanvert og ferðin tekur u.þ.b. 2½ tíma.

Fimmvatnasvæðið (frá austri til vesturs: Yamanaka, Kawaguchi, Saiko, Shoji og Motosu) er vinsælasta heilsubótarsvæði landsins.  Landslag þar er stórkostlegt og þar er starfsemi allt árið með alls konar aðstöðu til heilsuræktar.  Á sumrin er einkum lögð áherzla á sund, stangveiði og bátsferðir, á haustin skartar landslagið sínum fegurstu litum og á veturna er hægt að fara á skauta, dorga í gegnum ís og veiða endur.

Frá Kawaguchi-ko-stöðinni ekur rúta um Fuji-Subaru-fjallveginn að stoppistöð nr. 5, þaðan sem gengið er á Fujitind.  Gönguleiðin er rúmlega 6 km og tekur 4-5 tíma.  Leiðirnar upp úr dölunum umhverfis fjallið eru samt skemmtilegri og svipmeiri.  Alls eru leiðirnar fimm: Kawaguchiko, Fuji-Yoshida, Gotemba, Subashiri og Fujinomiya.  Fyrsta og þriðja leiðin eru vinsælastar.  Á leiðunum upp eru fjallakofar, þar sem hægt er að kaupa mat (japanskan).  Meðalhiti uppi á tindinum er 5°C, líka um hásumarið.  Því er gott að hafa með sér hlýjan fatnað og regnföt.

Hringleiðin umhverfis fjallið í miðjum hlíðum í 2500 m hæð er líka skemmtilegur.  Hún er u.þ.b. 20 km löng og reikna verður með 8-10 klst göngu og hægt er að velja sér upphafsstað.  Helztu farartálmarnir á leiðinni eru Hoeizan að austanverðu og Osawagilið að vestanverðu, stærsta gil Fujifjalls.

*Izu-skaginn, sem teygist út í Kyrrahafið sunnan Fuji-fjalls, er vinsæll meðal innlendra sem erlendra ferðamanna vegna milds loftslags, fallegra víkna og jarðhita.  Snemma á vorin vaknar jarðargróður til lífsins í góða veðrinu.  Strandbærinn Atami (lestartengingar frá aðalbrautarstöðinni í Tókíó) við norðurjaðar svæðisins er vinsæll fyrir heit böð og alls konar afþreyingaraðstöðu.  Það er áhugaverðara og þægilegra að heimsækja strandbæinn Shimoda, þar sem eru margar gamlar byggingar, söfn og falleg strandlengja með mörgum góðum baðströndum við Shirahamaflóann 5 km austar.  Á Izuskaganum er fjöldi almenningshótela (Kokumin Shukusha).

Izu-eyjarnar sjö (Izu-Shichito) er röð eyja, sem teygist suður frá Sagamiflóa.  Íbúarnir iðka enn þá gamla siði.  Sjóferð frá Tókíó til Oshima, stærstu eyjarinnar tekur 7 klst. (Tokai Kisen Co., Takeshiba Pier).  Flugtími sömu leið er mun styttri (ANA-flugfélagið).  Einnig er hægt að komast til Oshima frá Atami og Shimoda.  Strandlengja eyjanna er mjög vorskorin og víða eru góðir staðir til sjóstangaveiði.  Eldfjallið Mihara á Oshima er 758 m hátt.

Lengra frá landi er eyjan Hachijojima (1 klst flug; 13 tíma sjóferð) með tveimur útbrunnum eldfjöllum.  Eyjan er einkum kunn fyrir silkivefnað (Kihachijo).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM