Kobe Himeji Okayama Kurashiki Japan,
Flag of Japan


KOBE - HIMEJI - OKAYAMA - KURASHIKI
JAPAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kobe (1,4 millj. íb.) er rúmlega 30 km vestan Ósaka (Shinkansen-hraðlest frá Ósaka, Kíótó, Nagoya og Tókíó).  Þar er mikilvægasta verzlunarhöfn landsins og þar með aðalhlið þess frá sjó.  Borgin er tilvalin miðstöð til skoðunarferða á Setonaikai-svæðinu.

Þangað til að náttúruhamfarirnar byrjuðu áttu engir von ár því að eitthvat þessu líkt mundi gerast.   Nokkrir Ílendingiar dvöldu þarna á sama tíma og sluppu með heila há.  Þeir sögðu, að þeir hefðu ekki upplifað neitt annað eins og  þeir gætu ekki lýst afleiðingugunum á neinnn hátt í byrjun.  Síðar kom í ljós, að sumir landa okkar, án þess að þeim fækkaði, áttu um sárt að binda,  en létu ekki bugast.

Hinn 16. jan. 1995, kl. 06:00 að staðarstíma, reið yfir 7,2 stiga jarðskjálfti, sem olli gífurlegri eyðileggingu í borginni og kostaði a.m.k. 4,000 manns lífið og a.m.k. 13.000 manns slösuðust.  A.m.k. 2/50.000 manns misstu heimili sín og 4000 byggingar og vegvirki eyðilögðust. A.m.k. 700 eftirskjálftar mældust, hinn sterkasti 4,9 á Richter.  Eldar geisuðu í borginni allt frá fyrsta skjálftanum og það var ekki hægt að slökkva þá alla fyrr en eftir viku vegna slæmrar skipulagningar, því að yfirvöld voru ekki viðbúin slíkum náttúruhamförum. Búizt er við nánari fréttum (02:13. 19.01.95.).  Þessi skjálfti átti upptök sín u.þ.b. 10 km sunnan borgarinnar og olli miklu tjóni innan 100 km radíuss frá henni, m.a. í Kyoto og Osaka.  Jarðvísindamenn höfðu ekki búizt við svo miklum jarðskjálfta í þessum landshluta.  Samkvæmt þeirra mati eru varasömustu skjálftasvæðin í norðurhlutanum, en þar skalf allt og nötraði í desember 1994 og talsvert tjón og mannfall varð, m.a. af flóðbylgju í kjölfar skjálftanna.


**Setonaikai-haf skerst inn á milli aðaleyjanna Honshu, Shikoku og Kyushu.  Þar eru nálægt 1000 smáeyjar, frábærar baðstrendur og draumfagrar víkur með litlum þorpum.  Stór hluti Setonaikai og strandlengjanna umhverfis voru gerð að þjóðgarði árið 1934.  Hann hefur verið stækkaður síðan og er nú 659 km².  Landslag hans einkennist af litlum höfnum, fiskiþorpum, saltgröfum og sjávarbýlum.

Farþegaskip sigla um Setonaikai frá Ósaka (Benten Pier Terminal) til baðlaug-anna Beppu með viðkomu í Kobe (Naka Pier), Takamatsu, Imabari og Takahama (við Matsuyama).  Sjóferðin tekur u.þ.b. 14 klst.  Það er mælt með að sameina lestar- og sjóferð til að geta stanzað á áhugaverðum stöðum.  Víða eru beinar samgöngur á milli eyjanna Honshu og Shikoku.  Lestirnar aka alls staðar meðfram ströndinni.


Borgin Himeji (450þ. íb.), 50 km norðvestan Kobe, er iðnaðar- og verzlunar-miðstöð á samnefndri sléttu og mikilvæg hafnarborg á norðurströnd Setonaikai.  **Shirasagi-jo-höllin (Höll hvíthegrans) á hæð í borginni sést víða að.  Hún er ein fárra sýnishorna slíkrar byggingarlistar miðaldakastala, sem hefur varðveitzt í Japan.

Tæplega 90 km vestan Himeji er héraðshöfuðborgin Okayama (550þ. íb.).  Þar er einn þriggja fegurstu landslagsgarða Japans, **Koraku-en.  Hinir eru í Kanazawa og Mito.  Ikeda Tsunamasa, lénsherra í kastalanum, hóf lét hefja gerð hans árið 1687 og honum var lokið árið 1700.

Kurashiki (410þ. íb.) er verzlunar- og iðnaðarborg u.þ.b. 20 km vestan Okayama.  Þar er skoðunarvert handiðnaðarsafn (Kurashiki-mingei-kan) í fjórum gömlum hrísgrjónaskemmum.  Þar er líka listasafn, forngripasafn og sögusafn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM