Yokohama Japan,
Flag of Japan


YOKOHAMA
JAPAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Yokohama er höfuðborg Kanagawa-héraðs á Suður-Honshu-eyju við vestanverðan Tókýóflóa.  Hafnarskilyrði eru afar góð og höfnin er meðal hinna fremstu í landinu.  Yokohama er miðstöð iðnaðar með skipasmíða- og olíuhreinsunarstöðvum og verksmiðjum, sem framleiða m.a. efnavöru, raftæki, matvæli, vélbúnað og farartæki.  Þar er fjöldi helgidóma og hofa og kristinna kirkna og nokkrir fargrir garðar.  Þjóðarháskóli Yokohama (1949) og Borgarháskólinn (1949).

Yokohama var lítið fiskiþorp með u.þ.b. 350 íbúa, þegar yfirflotaforingi BNA, Matthew Perry, kom þangað í heimsókn 1854.  Góð hafnaraðstaða leiddi til aukinna viðskipta, þegar hún var opnuð fyrir viðskiptum við útlönd 1859.  Útlendingar nutu sérstakra réttinda og fríðinda og nýlenda þeirra í borginni varð að miðborg.  Yokohama var næstum máð af yfirborði jarðar í jarðskjálfta 1923.  Hún var smám saman endurbyggð í samræmi við áætlanir ríkisstjórnarinnar og er meðal nútímalegustu borga landsins.  Árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn gífurlegu magni sprengna á borgina.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var tæplega 3,3 milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM