Jemen Íbúarnir,
Flag of Yemen


JEMEN
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúar Jemen eru langflestir arabískumælandi múslimar af Miðjarðarhafsstofni.  Jemenar af norðlægum uppruna eru taldir vera komnir af Mesópótamíumönnum, sem komu til þessa heimshluta á fyrstu teinöld f.Kr.  Suðlægur uppruni er rakinn til Suður-Arabíu og hið forna tungumál hefur enn þá áhrif á sumum svæðum í fyrrum Suður-Jemen.  Fólk af þessum mismunandi uppruna viðheldur sögulegum hefðum og siðum, sem tengjast uppruna þess.  Norður-Jemenar rekja uppruna sinn til Isma’il í gengum afkomanda hana ‘Adnan en Suður-Jemenar þykjast vera afkomendur Qahtan.

Meðal minnihlutahópa er mahrafólkið, sem er e.t.v. af áströlskum uppruna og býr á fyrrum landamærasvæði milli Norður- og Suður-Jemen og á Socotraeyju.  Þetta folk talar afbrigði hins forna himyaríska tungumáls.  Í Norður-Tihamah býr fólk, sem hefur komið til landsins frá Eþíópíu og Sómalíu eftir síðari heimsstyrjöldina.  Akhdamfólkið, sem er líka af afrískum uppruna, stundar aðallega þjónustustörf.  Nokkrir mannfræðingar telja þetta fólk vera stéttlaust og nánast réttlaust.  Lengst í norðri eru enn þá leifar gyðingasamfélaga.  Á Adensvæðinu og á austursvæðum fyrrum Suður-Jemen eru hópar frá Indónesíu og Indlandi.

Félagsleg skipting fólksins í landinu byggist ekki á uppruna, heldur trúarbrögðum.  Sunnítar af Shafi’I-skólanum eru langflestir.  Minnihluti shíta er af Zaydi-skólanum og ríkjandi í fjöllunum í norðri og Isma’ili, sem eru nú fámennir á Haraz-svæði í Norður Jemen og fjalllendinu vestan San’a’ (Jabal Manakhah).

Ættflokkaskipting er rótgróin í þjóðlífinu.  Sum bandalög ættbálka eiga sér allt að tveggja teinalda sögu.  Slík bandalög voru grundvöllur stjórnmálalegrs og félagslegs skipulags í fyrrum Suður-Jemen þar til stjórnvöld hins sjálfstæða ríkis hófu baráttu gegn þeim sem óvinum ríkisins.  Svo virtist sem yfirvöld hefðu náð nokkrum árangri á þessu sviði en atburðirnir á níunda áratugnum gáfu til kynna, að ættbálkasamfélagið væri enn þá rótgróið í efnahags- og stjórnmálum.

Brottflutningur karlmanna á aldrinum 15-45 ára til starfa í öðrum löndum hefur verið áberandi þróun í landinu.  Fjöldi þeirra hefur verið mismunandi frá áttunda áratugnum en áætlað er, að a.m.k. ein milljón Jemena stundi atvinnu á Persaflóasvæðinu, í Bretlandi og BNA.  Peningasendingar frá þessum farandverkamönnum eru mjög mikilvægar fyrir kaupgetu flestra landsmanna og fjármögnun margra þróunarverkefna innanlands.  Lækkun olíuverðs snemma á níunda áratugnum olli heimkomu margra þessara verkamanna og minna peningaflæði frá þeim, sem voru um kyrrt utanlands.  Persaflóastríðið 1991 olli líka miklum straumi Jemena frá Sádi-Arabíu til heimalandsins.  Sádi-Arabar ráku mörg hundruð þúsund þeirra úr landi vegna þess, að ríkisstjórn Jemen tók afstöðu með Írökum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt viðurkenndum töluleikjum tölfræðinnar er Jemen enn þá þróunarland.  Þar er fæðingatíðni há, barnadauði mikill og hreinlæti, sorpförgun og heilsugæzla í lágmarki.  Stuðningur, sem er fjármagnaður af erlendum ríkisstjórnum og Sameinuðu þjóðunum, hefur beinzt að uppbyggingu efnahagslega stoða landsins, einkum í norðurhlutanum, þar sem iðnþróun hófst ekki að neinu marki fyrr en eftir borgarastríðið (1962-70).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM