Jórdanía íbúarnir,
Flag of Jordan


JÓRDANÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Búseta.  Landslagið er aðallega með tvennum hætti, eyðimerkur og ræktað land, þar sem búsetuskilyrði eru gjörólík.  Hirðingjar, sem búa í tjöldum (bedúínar), eru sífellt að týna tölunni í eyðimörkinni, á steppunum og á hásléttunni.  Bedúínarnir í austurhluta landsins rækta aðallega drómedara og kameldýr en í vesturhlutanum sauðfé og geitur.  Sumir þeirra lifa hálfhirðingjalífi á mörkum eyðimarkanna og ræktanlegs lands.  Þeir flækjast um hluta ársins en stunda akuryrkju þess á milli.  Stærstu hirðingjahópar landsins eru Banu Sakhr og Al-Huwayt at.  Beitilönd beggja hópanna eru innan landamæra Jórdaníu og sömu sögu er að segja um As-Sirhan-fólkið.  Aðrir minni hópar hirðingja eru Banu Hasan, Al-Banu Khalid, Al-Ajarmeh, Al-Adwan, Banu Attiyeh, Al-Hajayah og As-Sleet auk Al-Hawazim, As-Sulaylat og Ash-Sherarat, sem greiða stærii samfélögum hirðingja fyrir vernd.  Rwalah-flokkurinn, sem er ekki innfæddur, ferðast um Jórdaníu frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu á hverju ári.  Á austurbakka Jórdanárinnar er fjöldi bedúína, sem hefur tekið upp fasta búsetu.  Þótt dregið hafi úr pólistískum áhrifum þessa fólks, er það enn þá Kjarni hers landsins og er í stjórnunarstöðum hans.  Þeir eru trúir Hashimíta-konungsfjölskyldunni.

Íbúar strjálbýlisins eru u.þ.b. fimmtungur þjóðarinnar.  Í venjulegu þorpi eru íbúðarhús, skólar og moska o.þ.h. og umhverfis eru beitilönd.  Heilsugæzlustöðvar, pósthús, verzlanir og kaffihús eru í hinum stærri.  Eigendur kaffihúsanna eru oftast líka bændur.  Fjölskyldutengslin eru undirstaða félagslegrar stöðu fólksins.

Nálægt 75% landsmanna búa í þéttbýli.  Stærstu þéttbýlin eru Amman, Az-Zarga’, Irbid og As-Salt.  Í flestum borgum eru sjúkrahús, bankar, einka- og almennir skólar, moskur, kirkjur, bókasöfn og afþreyingarmöguleikar, æðri menntastofnanir og dagblöð.  Amman og Az-Zarga’ eru með borgarbrag og Irbid að nokkru leyti.  Fólkið í þorpum landsins hefur ekki gleypt við nútímalegum áhrifum.


Þjóðflokkar og trúarhópar.  Næstum allir Jórdanar eru arabískumælandi og mállýzkur eru algengar.  Talsverður munur er á rit og talmáli.  Qaysi-Yemeni-greinin, sem er gömul útgáfa af arabísku, breiddist út, þegar arabar voru að leggja þennan heimshluta undir sig og var liður í stéttaskiptingunni.  Arabarnir, bæði múslimar og kristnir, þóttust þurfa að rekja ættir sínar til Qaysi (Ma’di, Nizari, Adnani eða Isma’ili) ættflokkanna eða hinna suðurarabísku Yemeni (Banu Kalb eða Qahtani).  Nú eru flestir hættir að huga að þessari skiptingu nema meðal örfárra ættflokka og borga.

Rúmelga 95% þjóðarinnar er sunnítar og flestir hinna eru kristnir.  Meirihluti hinna kristnu eru rétttrúaðir, aðrir eru grísk-katólskir (melchítar), býzantísk-katólskir (viðurkenna páfann), rómversk-katólskir og sýrlenzk-rétttrúaðir eða jakobítar (nota sýríaktungu við tíðagerðir).  Flestir hinna kristnu, sem eru ekki arabar, eru Armenar, sem tilheyra gregorísku eða armensku rétttrúnaðarkirkjunni, en hinir armensk-katólskir.  Nokkrir mótmælendahópar eru líka starfandi og flestir meðlima þeirra komu og koma frá öðrum kristnum trúarflokkum.

Drúsar, sem eru grein af Isma’ili shítum, eru ekki nema nokkur hundruð og búa í og í kringum Amman.  Baha’i-trúin á sér í kringum 1000 fylgjendur.  Þessi trú er líka klofingsgrein frá shítatrú.  Þetta fólk býr í Al-‘Adasiyah í Jórdandalnum.  Fylgjendur shishan-trúar (Chechen) eru sirkassískir shíta-múslimar, u.þ.b. 1000 talsins.  Þeir eru afkomendur innflytjenda frá Kákasussvæðinu.  Sírkassískir sunnítar og shítar eru stærsti hópur innfluttra íbúa landsins.  Tyrkir eru líka lítill hópur af svipuðum toga.

Jórdanska þjóðin er fremur ung að árum.  Stærsti hluti þjóðarinnar er yngri en 15 ára.  Fæðingatíðni er há og náttúruleg fjölgun er næstum tvöföld miðað við heimsmeðaltalið.  Flótti úr sveitum landsins hefur valdið efnahagslegum erfiðleikum.  Margir Jórdanar búa og vinna erlendis.

Palestínumenn eru u.þ.b. helmingur þjóðarinnar.  Straumur palestínskra flóttamanna til landsins breytti ekki aðeins samsetningu þjóðarinnar, heldur hafði og hefur mikil áhrif á stjórnmál, félagsmál og efnahagsmál hennar.  Síðla á fimmta áratugi 20. aldar var íbúafjöldi landsins í mesta lagi 250.000.  Eftir stríðið milli araba og Ísraela 1948-49 og innlimun Vesturbakkans, veittu Jórdanar u.þ.b. 400.000 Palestínumönnum á Vesturbakkanum og hálfri miljón flóttamanna frá hinu nýja Ísraelsríki borgararéttindi.  Margir þessara flóttamanna settust að austan Jórdanár.  Milli 1949 og 1967 hélt straumurinn áfram.  Eftir sexdagastríðið 1967, flúðu allt að 350.000 Palestínumenn frá Vesturbakkanum til Jórdaníu.  Innflutningur fólks þaðan hélt áfram í minna mæli.  Í Flóabardaga 1990-91 flúðu 300.000 Palestínumenn frá Kúveit (eða voru reknir úr landi) til Jórdaníu.

Flestir Palestínumenn í Jórdaníu eru í vinnu og eru fullgildir jórdanskir borgarar.  Um miðjan tíunda áratuginn bjuggu um 1,3 miljónir Palestínumanna í Jórdaníu, eða u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar.  Þetta fólk var skráð hjá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og naut menntunar, félagslegrar þjónustu og flóttamannahjálpar.  Næstum 17% þessara Palestínumanna búa í flóttamannabúðum í Jórdaníu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM