Breska Kólumbía Kanada,
Flag of Canada

VANCOUVEREYJA

VANCOUVER KAMLOOPS KELOWNA NANAIMO

BRESKA KÓLUMBÍA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Brezka Kólumbía er vestasta fylki Kanada.  Mörk þess til vesturs er Kyrrahafið, Alaska til Norðurs, Yukon og Norðvestursvæðin í norðvestur, Alberta í austur og Montana, Idaho og Washington (BNA) í suður.  Lengdin frá norðri til suðurs er 1180 km og mesta breidd frá austri til vesturs, 1090 km.

Loftslag og landslag er mjög fjölbreytt, ólikt öðrum hlutum Kanada, allt frá eyjum utan vogskorinnar vesturstrandarinnar til hæstu tinda Klettafjallanna og hásléttum þeirra.  Flatarmál fylkisins er 947.800 km², sem gerir það að þriðja stærsta fylki landsins.

Brezka Kólumbía var meðal síðustu svæða Norður-Ameríku, sem voru könnuð og byggð.  Samt sem áður varð fylkið meðal leiðandi svæða Kanada hvað snertir íbúafjölda, hagsæld og grózku á síðari hluta 20. aldar.  Aðalborgir fylkisins eru Vancouver, stærsta höfn Kanada og Viktoría, höfuðborg fylkisins á suðausturhorni Vancouvereyju.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM