Churchill áin Kanada,
Flag of Canada


CHURCHILL ÁIN
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Churchilláin er í Nýfundnalandi í Kanada.  Hún er 856 km löng og á upptök sín í Ashuanipivatni í Vestur-Labrador.  Hún rennur norður eftir eyðilegri Labradorhásléttunni, sveigir til Suðausturs og fellur fram af brún hásléttunnar í Churchillfossum.  Þaðan rennur hún í Melvillevatn, sem er íslaust, enda tengt Atlantshafinu.  Eitthvert stærsta vatnsorkuver Kanada var byggt við Churchillfossana.  Stíflan myndaði Smallwoodlónið.  Á árunum 1821 til 1965 hét áin Hamiltoná en hún var endurskírð í höfuðið á Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Breta.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM