Edmonton Alberta Kanada,
Flag of Canada


EDMONTON
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Edmonton er höfuðborg Albertafylkis í Kanada við Norður-Saskatchewanána í miðhluta fylkisins.  Hún er stærsta borgin í Alberta og þekkt undir nafninu „Hliðið til norðurs”.  Hún er miðstöð viðskipta, iðnaðar, samgangna og flutninga í landbúnaðar- og námuhéraði.  Þar eru unnin olía, gas, kol, eðalmálmar og úraníum.  Aðrir mikilvægir atvinnuvegir eru líftækni, veðurfarsrannsóknir, framleiðsla olíuvara, plastvara, málmvöru, matvæla, timburs, húsgagna, fatnaðar og olíuhreinsun.  Margir starfa hjá hinu opinbera og í ferðaþjónustu.  Samgöngur eru góðar, járnbrautir, tveir flugvellir, neðanjarðarlestir og gott vegakerfi.

Meðal menntastofnana eru Albertamiðskólinn (1903), Albertaháskólinn (1906), Tækniskóli Norður-Alberta (1963) og almennur miðskóli.  Menningarstofnanir:  Fylkissafn Alberta, Edmonton listasafnið, fylkisskjalasafnið, Muttart hljómleikahöllin og geimvísindamiðstöðin.  Borgin hefur eigin symfóníuhljómsveit, óperu og ballet.  Gaman er að skoða þinghúsið, Edmonton Civic Centre, verzlunarklasann í V-Edmonton (stærsti slíkur í Norður-Ameríku), John Walter útisafnið (bjálkahús frá 1875 og 1886) og Edmonton virkisgarðinn.  Edmonton Oilers, ísknattleiksliðið, leikur á Northlands leikvanginum og samveldisleikvangurinn er heimavöllur Edmonton Eskimos í ruðningi.

Árið 1795 byggðu Norðvesturfélagið og Hudsonflóafélagið skinnaverzlunarstaði við ána í grennd við núverandi borg.  Edmontonvirkið, verzlunarstaður Hudsonflóafélagsins, var birgðastöð fyrir skinnaverzlunina í öllum norðvesturhluta Kanada.  Árið 1891 náði Kyrrahafsjárnbrautin til Edmonton og bærinn fékk  borgarréttindi 1904.  Byggðin stækkaði óðum sem birgðastöð fyrir gullgrafara í Yukon á síðasta tugi 19. aldar.  Íbúafjöldinn jókst hröðum skrefum eftir 1950, þegar borgin varð miðstöð olíuvinnslu.  Margar stórar skrifstofubyggingar voru reistar á áttunda áratugnum.  Íbúafjöldinn 1986 var 573.982 og 616.741 árið 1991.

Icelandair flýgur til Edmonton borgar. Ferðatímabil 5. mars til 25. október 2014.

Albertafylki

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM