Gander Nýfundnaland Kanada,
Flag of Canada


GANDER
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Gander er bær á miðri austurströnd Nýfundalands í Kanada.  Þar þróaðist byggð eftir að flugvöllur var byggður þar 1935.  Í síðari heimsstyrjöldinni þjónaði völlurinn flugvélum Kanadamanna, Bandaríkjamanna og Breta og 1945 var honum breytt í almennan flugvöll, sem Kanadastjórn fékk yfirráð yfir eftir að Nýfundnaland varð að fylki.

Flugstjórnin í Gander annast stórt flugstjórnarsvæði yfir Norður-Atlantshafi.  Gander fékk bæjarréttindi 1954.  Árið 1985 lenti flugvél á vellinum með 256 farþega, þar af 248 bandaríska hermenn á leið heim frá Miðausturlöndum.  Hún steyptist til jarðar í flugtaki og allir um borð létust.  Þetta var mesta slys í kanadískri flugsögu.  Íbúafjóldinn 1986 var 10.207 og 10.339 árið 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM