Moncton Nýja Brúnsvík Kanada,
Flag of Canada


MONCTON
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Moncton er borg í Westmorlandsýslu í suðausturhluta Nýju-Brúnsvíkur í Kanada.  Hún er 40 km frá mynni Petitcodiacárinnar og önnur stærsta borg fylkisins eftir Saint John.

Micmacindíánar bjuggu þarna áður en franskir Acadiar settust að eftir 1698.  Síðan komu Þjóðverjar frá Pennsylvaníu 1763 og konungssinnar 1784 og staðurinn var kallaður „The Bend”.  Árið 1855 var bærinn skírður Moncton eftir foringja brezks könnunarherflokks, Robert Moncton, sem var sendur til höfuðs Frökkum í Beauséjourvirkinu 43 km suðaustar.  Háskólinn í Moncton var stofnaður 1864 sem St. Jósepsmiðskólinn.  Árið 1963 varð hann að háskóla og Moncton var að miðstöð menntunar meðal Acadia í Nýju-Brúnsvík.

Á nítjándu öldinni naut Moncton vinsælda vegna legu sinnar og miðstöð skipasmíða, sem leið undir lok við komu gufuskipanna.  Hún var og er samgöngumiðstöð, tengd járnbrautunum, skipaumferð, þjóðvegakerfinu og flugumferð.  Meðal áhugaverðra staða er Segulhæðin (Magnetic Hill), þar sem fólki finnst þyngdaraflið toga sig upp á við, og flóðbylgjur langt upp eftir ánni tvisvar á dag, þegar flæðir að (Tidal Bore).  Meðal þess, sem er unnið í borginni eru matvæli, trjávörur, humar, pappír, landbúnaðartæki og bílavarahlutir.  Íbúafjöldinn 1991 var 57.010.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM