Moose Jaw Saskattchewan Kanada,
Flag of Canada


MOOSE JAW
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Moose Jaw er borg við ármót Thunder Creek og Moose Jawárnar í Suðaustur-Saskatchewan í Kanada.  Hún er miðstöð viðskipta og iðnaðar í fjórsömu hveitiræktarhéraði.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru olía og eldsneyti, efnavörur, matvæli, vín, raftæki, stál- og trávörur, byggingarvörur og fatnaður.  Pottaska er unnin á svæðinu.

Í borginni er Vesturfarasafn, sem hýsir muni og segir sögu samgöngumála.  Listasafn borgarinnar hýsir muni úr forum sléttufólksins og Villidýragarðurin er áhugaverður.

Helzti þjálfunarskóli flughersins er í borginni.  Fyrsta byggð hófst 1882 og bærinn stækkaði ört vegna járnbrautarsamgangna.  Bæjarréttindi fengust árið 1884 og borgarréttindi 1903.  Nafn hennar er komið úr indíánamáli og gæti verið frá cree-indíánunum.  Það þýðir þá „hlý gola”.  Íbúafjöldinn 1986 var 35.073 og 33.593 árið 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM