Nova Scotia Kanada,
Flag of Canada

HALIFAX

NOVA SCOTIA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nova Scotia er ein fyrrum brezkra nýlendna, sem stofnuðu Sambandsríkið Kanada 1867.  Fylkið nær yfir Nova Scotiaskagann, Cap Bretoneyju (mjótt Cansosundið skilur hana frá meginlandinu) og margar aðliggjandi smáeyjar.  Heildarflatarmálið er 55.490 km².  Hið 27 km langa Chignectoeiði tengir skagann við Nýju- Brúnsvík í vestri.  Tveir hlutar St. Lawrenceflóans, Northumberland- og Cabotsundin skilja skagann frá prince Edwardeyju í norðri og Nýfundnalandi í norðaustri.  Atlantshafið er í austri og Fundyflói í suðvestri.  Höfuðborg fylkisins er Halifax.

Nova Scotia, Nýja-Brúnsvík og prince Edwardeyja eru gjarnan kölluð sjávarhéruð Kanada og íbúar þeirra hafa frá upphafi tengzt hafinu órofaböndum með fiskveiðum, skipasmíðum og siglingum.  Frakkar tóku sér búsetu þar 1605 og þar varð fyrsta landnám norðan Flórída í Norður-Ameríku. Skáldið Henry Wadsworth Longfellow vitnar í þjóðsögu í sögu sinni Evangeline, þar sem hann segir frá óttaslegnum, brezkum landstjóra, sem vísaði öllum frönskum íbúum svæðisins á brott 1755.  Andi 17. aldar svífur enn þá yfir vötnunum.  Þá hét þetta landsvæði Acadie eða Acadia úr máli micmacindíána, sem Frakkar héldu óbreyttu þar til skozku landnemarnir komu og breyttu því.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM