Quebec fylki meira Kanada,
Flag of Canada


QUEBEC MEIRA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Quebec var eitt stofnfylkja Kanada 1867 eftir að hafa verið undir franskri stjórn í rúmar tvær aldir.  Quebecnafnið var notað 1763-91 og fram til 1867 var fylkið kallað Neðra-Kanada en þá tók við nafnið Austur-Kanadahérað til 1867.  Á þessum fyrstu árum var mörkum þess breytt gerræðislega og það tókst ekki að leiðrétta þær gjörðir fyrr en á 20. öldinni, þegar norðurhlutanum var skilað og fylkið fékk núverandi svip.  Jafnvel nú er deilt um austurmörkin, því að yfirvöld í Quebec hafa aldrei fallizt á færslu Labrador til Nýfundnalands 1927.

Stærð og mörk fylkisins eru ekki örlagavaldur í lífi íbúanna.  Það voru aðallega stríðin milli Frakka og Breta á 18. öld um yfirráðin í Norður-Ameríku og tungumálaslagurinn frá 1763, sem sköpuðu óleysta félagslega-, efnahagslega- og stjórnmálalega spennu milli Quebecfylkis og alríkisstjórna.  Enn þá er franska einungis opinbert tungumál í Quebec, Nýju-Brúnsvík og á vettvangi alríkisstjórnarinnar og frönskum Kanadamönnum finns þeir vera minnihlutahópur í eigin landi.  Þegar brezki minnihlutinn réði ríkjum voru þeir útilokaðir frá störfum, sem gáfu tækifæri til framsóknar og í Quebecborg, þar sem þeir eru 82% íbúanna, fullyrða þeir að þessari mismunun sé fjarri því lokið.

Skynsamt og raunsætt fólk á báða bóga hefur reynt að finna varanlega laust en þessi félagslega- og pólitíska mismunun hefur grafið um sig og kynt undir þjóðernisvakningu meðal franskra Kanadamanna.  Margir eru þeirrar skoðunar, að málin verði ekki leyst öðruvísi en Quebec verði sjálfstætt ríki í Kanada.  Atburðir frá síðari hluta sjöunda áratugsins hafa leitt í ljós, að þessi stefna á ekki fylgi meirihluta hinna frönsku í fylkinu, þótt ný þjóðernisvakning hafi kviknað 1990.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM