Karíbahaf Grenada meira,
Flag of Grenada

ST. GEORGE'S CARRIACOUEYJA GRENADINEEYJAR SAGAN

GRENADA
MEIRA

Map of Grenada
.

.

Utanríkisrnt.

Misrakt hitabeltisloftslag og staðvindar eru ríkjandi.  Meðalúrkoma áveðurs (na) fer yfir 5.000 mm á ári en á andstæðum hluta yfir 1.500 mm.  Meðalárshiti er 28°C.  Frá júní til oktober er hætta á fellibyljum.

Náttúrulegt gróðurfar eyjanna hefur látið mikið á sjá vegna þess, hve mikið land hefur verið brotið undir plantekrur.  Skógrækt fékk stórt hlutverk, þegar ræktun sykurreyrs lagðist af en eftir eyðilegginguna, sem fellibylurinn 'Janet' olli árið 1955, var tekin upp blönduð ræktun.  Nú er mikið ræktað af banönum og múskathnetum í efstu hlíðum en neðar kakó og líka bananar.

Íbúarnir.  Mestur hluti íbúanna er afkomendur negraþræla frá Afríku, sem Englendingar og Frakkar fluttu til landsins.  Þeir eru flestir rómversk-katólskir.  Indverjar, sem eru u.þ.b. 5% íbúanna, eru afkomendur verkamannanna, sem Englendingar réðu til starfa á 19.öld.  Langflestir þeirra eru hindúar.  Hinir þúsund hvítu íbúar eru af vesturevrópsku bergi brotnir og eru flestir mótmælendur.

Stjórnsýslan.  Brezki þjóðhöfðinginn er æðsli maður eyjanna.  Aðallandstjórinn er fulltrúi hans á eyjunni.  Þingið er í tveimur deildum, öldungadeild með 7 tilnefndum fulltrúum og fulltrúadeild með 15 kosnum þingmönnum.  Stjórninni, sem er ábyrg gagnvart þinginu, stýrir forsætisráðherra og eyjunni er skipt í 6 stjórnsvæði.  Grenadineyjar er sjálfstæð stjórnsýslueining.

Landbúnaður er mikilvægasta atvinnugrein Grenada.  Við hana starfa 35% vinnuaflsins (u.þ.b. 30.000 manns).  Ræktað land er nálægt 14.000 ha og þar er einkum ræktuð múskathnetutré (30% heimsframleiðslunnar), kakó og bananar (90% af útflutningsverðmæti).  Einnig eru ræktaðir kókospálmar, sítrusávextir, kryddjurtir, sykurreyr og baðmull.

Iðnaður er fólginn í fullvinnslu landbúnaðarafurða, s.s. sykur, romm, sápa, olíur, ilmvötn, matvæli og neyzluvörur.  Mikið er framleitt af minjagripum fyrir ferðamenn.

Ferðaþjónustan skipar æ mikilvægari sess í atvinnulífinu.  Árið 1963 komu rúmlega 9.000 ferðamenn til eyjarinnar, árið 1974 rúmlega 24.000 og 1986 voru gistinætur rúmlega 60.000 og samtímis komu 70.000 farþegar með skemmtiferðaskipum.  Heildartekjur af ferðaþjónustunni námu tveimur milljörðum króna árið 1988.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM