Karíbahaf Jamaica Montego Bay,
Flag of Jamaica

Booking.com


MONTEGO BAY
JAMAICA

.

.

Utanríkisrnt.

Montego Bay er á norðvesturströndinni í 0-100m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldi u.þ.b. 60.000.  Hún er næststærsta borg Jamaica og höfuðborg héraðsins St. James.  Hún var áður mikilvæg útflutn-ingshöfn fyrir sykur en byggir nú að mestu á ferðaþjónustu, því að þar eru frábærar baðstrendur.  Fjörðurinn, sem hún liggur við er girtur kóralrifjum og umhverfið á landi er fjöllum girt.  Allt í kringum verzlunarhverfið teygjast fátækrahverfi.  Í norðurátt, meðfram ströndinni, standa hótelin í röð allt að alþjóðlegum flugvelli borgarinnar.  Sunnan borgarinnar á fenjasvæði ósa Montego árinnar er nýtt viðskipta- og iðnaðarsvæði með fríverzlunarsvæði.  Fólk úr millistétt og auðmenn búa einkum í hæðum og hlíðum umhverfis borgina.  Fátækrahverfi umhverfis borgina hafa stöðugt stækkað allt frá 4. áratugnum (shanty towns).  Vöxtur í iðnaði og ferðaþjónustu draga æ fleira fólk að úr dreifbýlinu.

Skoðunarverðir staðir í Montego Bay
Sam Sharpe torgið er aðaltorg borgarinnar.  Sv þess er dómshúsið (f.hl. 19. aldar) og na þess er gamalt fangelsi frá nýlendutímanum, The Cage. Suðveatan torgsins á horni Kirkjustrætis og Strandgötu er Strandleikhúsið.

St. James sóknarkirkjan stendur sa torgsins á horni Kirkjustrætis og St. Claver strætis.  Hún er í georgískum stíl (19. öld).  Hún var endurbyggð eftir jarðskjálftann árið 1957.  Andspænis  henni er hið gamla og virðulega Town House.

Kirkjustræti.  Þar eru margar endurreistar byggingar í georgískum stíl.

Heimilisiðnaðarmarkaðurinn er sunnar á leiðinni að brautarstöðinni.

Dómshúsið og miðborgarbyggingin.  Norðan við Sam Sharpe torgið við Fort Street er nýja dómshúsið og pósthúsið.  Þar er og miðborgarbyggingin með stærstu verzlunarmiðstöð borgarinnar.  Þar við hliðina er bókasafnið og leikhúsið.  Skammt norðar er rómversk-katólska kirkjan.

Montegovirkið er norðan miðborgarinnar, þar sem hótelhverfið byrjar.

Mirandahæðir.  Meðfram ströndinni og Mirandahæðum eru lúxushótel í fallegum görðum.  Þau bjóða gestum fjölbreytta möguleika til afþreyingar.  Fallegustu strandsvæðin eru Walter Fietcherströndin, Cornwallströndin og Lodgeströndin.

*Doctor's Caveströndin
er frægasta ströndin við Montegoflóa.  Hún var þegar fjölsótt um síðustu aldamót.  Sjóbaðameðferð sjúklinga dró þar einkum að gesti til að byrja með.  Þangað sóttu aðallega auðkýfingar og aðalsmenn.

Sir Donald Langsteralþjóðaflugvöllurinn er lengra í norðurátt.  Hann er mikilvægasti flugvöllur Jamaica og um hann fer u.þ.b. 1 milljón farþega árlega.

*Montego Bay fríverzlunarsvæðið
og hafskipahöfn eru á fyrrum fenjasvæði árósa Montego árinnar.  Talsvert er um uppfyllingar, sem nýttar hafa verið undir fríverzlunarsvæði, verksmiðjur og viðlegubryggjur.

Bogue-eyjar.
  Suðurstrandlengjan og Bogue-eyjar eru fenjasvæði vaxin fenjatrjám.
Great River.  Ferðamálaráð borgarinna stendur fyrir ferðum á hverju kvöldi þangað.  Great River er suðvestan borgarinnar.  Þar siglir fólk um á ánni, sem er upplýst er með blysum, borðar glóðarsteiktan mat og nýtur þjóðlagakvölda.

*Landstjóralestin.  Ferðamálaráðið annast einnig ferðir með díseldrifinni lest til Appelton sykurverksmiðjunnar inni í landi.  Leiðin liggur um stórkostlegt hitabeltislandslag og fram   hjá alls konar plantekrum.  Stanzað er á athyglisverðustu stöðunum á leiðinni.

Skoðunarferðir frá Montego Bay:
Frá Montego Bay um Cockpit Country (hringferð 137 km).
Frá Montego Bay um Negril til Black River (hringferð 248 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM