Kúbaa Cárdenas Karíbahaf,
Flag of Cuba


CÁRDENAS
KÚBA

.

.
Booking.com


Utanríkisrnt.

Cárdenas er mikilvæg útflutningshöfn fyrir sykur og iðnaðarborg í Matanzashéraði.  Hún er í 5 m hæð yfir sjó og íbúafjöldinn er 100.000.  Borgin var stofnun í fenjum norðurstrandarinnar árið 1828 í grennd við hina vinsælu baðströnd í Varadero.

Árið 1850 dró einn af liðsmönnum sjálfstæðisbaráttunnar kúbverska fánann þar að húni í fyrsta skipti.  Borgin var snemma miðstöð sykurverzlunarinnar.  Óvenjulegar byggingafræðilegar lausnir setja svip á hana.
Colóngarðurinn er aðaltorg borgarinnar.  Þar er stytta af Kólumbusi eftir spænska listamanninn  Piquier.  Dómkirkjan stendur við garðinn (1846).  Steindu rúðurnar eru athyglisverðar.

La Dominica
er sykurlestunarstaður, sem var endurbyggður árið 1919.

Molokofftorgið.  Á torginu er markaðshöll úr járni með allt að 16 m háum kúplum.

Casa Natal de José Antonio Echevarria.  Þar fæddist þjóðsagnakenndi stúdentaleiðtoginn og Batistaandstæðingurinn José Antonio Echevarria árið 1932.  Hann var drepinn árið 1957.  Húsið er í nýklassískum stíl frá 19.öld.  Inni í því er fallegur hringstigi úr timbri.

Nágrenni Cárdenas
Camarioca
er fallegur lítill fiskimannabær 25 km vestan Cárdenas.  Við aðalgötu hans er sérréttaveitingahúsið Boca de Camarioca, sem er vinsæll stefnumótsstaður.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM