Kúba Guantánamo Karíbahaf,
Flag of Cuba

Flag of United States


GUANTÁNAMO
KÚBA

.

.
Booking.com


Utanríkisrnt.

SatellitenfotoGuantánamo er höfuðborg í samnefndu héraði í 0-5 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er 150.000.  Þessi borg, sem varð heimsþekkt með laginu Guantanamera var stofnuð á suðausturströnd Kúbu á 18.öld.  Einnig er hún kunn vegna nálægðar við bandarísku herstöðina við Guantánamoflóann (115 km²).  Hún kom í kjölfar samninga milli Kúbu og BNA árið 1903 og er oft getið í fjölmiðlum. Eftir stofnun borgarinnar óx hún hratt og varð að miðstöð sykurverzlunar.

Nálægð bandarísku herstöðvarinnar skapaði borgarbúun líka tekjur en olli líka margs konar óánægju, m.a. vegna vændis.  Stöðnunar hefur gætt í Guantánamo og áherzla er lögð á að blása nýju lífi í hana, m.a. að endurlífga miðborgina.  Mikið er byggt af nýjum húsum og eldri rifin, en þó er þess gætt, að raska ekki gömlu nýlenduhverfunum.

Luftbild der US-Basis Guantanamo BayÁrið 2002 og síðar var fjöldi stríðsfangar frá Afghanistan fluttur til Guantánamo til yfirheyrslu og fangavistar eftir herför Bandaríkjamanna til landsins í leit að hryðjuverkamönnum.  Bandaríkjamenn lýstu því yfir, að þeir þyrftu ekki að fara að alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum við vörzlu þessara fanga vegna tilefnis fangelsunar þeirra, þ.e. að þeir væru grunaðir hryðjuverkamenn.  Einstaklingar, hópar og mannréttindasamtök víða um heim mótmæla ómannúðlegri og ólöglegri meðferð fanga í Guantánamo.  Í nóvember 2005 voru sett lög í BNA um mannúðlegri meðferð fanga og aukin réttindi þeirra til réttarhalda og mannréttinda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM