Kúba Pinar del Río Karíbahaf,
Flag of Cuba


PINAR del RÍO
KÚBA

.

.
Booking.com


Utanríkisrnt.

Pinar del RioPinar del Río er höfuðstaður samnefnds héraðs í 30 m hæð yfir sjó með 100.000 íbúa.  Borgin er vestast á Kúbu við rætur Sierra de Los Organos.  Vuelta Abajo er mikilvægasti ræktunarstaður tóbaks í landinu.  Borgin var stofnuð á 18.öld.  þar eru margar klassískar byggingar og nokkrar í jugendstíl.  Í Palacio Guasch er náttúrugripasafn.  Víða er að finna minningarstaði um kúbverska byltingarmenn og Museo Hermanos Saiz og Museo Antonio Guiteras Holmes.

Umhverfi Pinar del Rio
*Sierra de los Organosfjöllin
eru fyrir norðan Pinar del Rio.  Það er ógleymanlegt ævintýri að fara í skoðunarferð um de Vinalesdalinn og sjá furðulegar kalkmyndanirnar.  Einhvern tíma í fyrndinni mynduðist þarna heilt hellakerfi, sem hefur veðrast niður.  Mörg hellaþökin hrundu og margir dalbotnar sýna, hvernig hellarnir lágu.  Margir stakir klettar, sem eftir standa, ljá landslaginu sérstakan svip.  Bezt er að byrja skoðunarferðir í Indio- og José Miguelhellana (bátsferðir neðanjarðar) frá Vinalesbænum (15.000 íb.).  Gaman er að kynnast ómenguðu sveitalífi á þessum slóðum, þurrkun tóbaksblaða, kaffirækt o.fl. Vinales er nýlendubær með rauðum tígulsteinaþökum og götum með röðum trjáa beggja vegna.   Í Guanahacabibes þjóðgarðinum á samnefndum skaga er athyglisverður grasa- og dýragarður byggður á innlendri flóru og fánu. 

Eldflaugastöðvar.
  Árið 1962 var flestum rússnesku eldflaugunum, sem ollu Kúbudeilunni, komið fyrir í Pinar del Riohéraðinu.  Enn þá eru þar mörg bannsvæði, sem tilheyra hernum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM