Karíbahaf Montserrat,
Flag of Montserrat

Meira

MONTSERRAT
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Montserrat

Montserrat er ein Litlu-Antilleyjanna (Áveðurseyja) undir brezkri stjórn.  Höfuðborgin er Plymouth, flatarmálið 106 km², íbúafjöldinn 13.000 og tungumálin enska og patois.  Fjallaeyjan Montserrat  er á 16°45'N og 62°12'V í innri boga Litlu-Antilleyja. Frá Evrópu er flogið frá Frankfurt a/M. og London um Antigua og frá París um Guadeloupe Montserrat er hluti af flugneti Karíbahafsins.  Skemmtiferðaskip koma við á Montserrat og önnur skip sigla óreglulega milli hennar og annarra nálægra eyja í Karíbahafi.

Á eyjunni eru þrjú misgömul eldfjöll og margar ár og lækir streyma um hana.  Á láglendissvæðum var fyrrum ræktaður sykurreyr, en nú er þar runnar og graslendi, sem nýtt er til beitar.  Brattar hlíðar eldfjallanna eru vaxnar þéttum regnskógi.  Flestar baðstrendurnar eru dökkar vegna eldvirkninnar. Hitinn sveiflast milli 23°C og 30°C og meðalársúrkoman er 1.600 mm.  Jafnviðri ríkir og það er engin árstíð annarri úrkomusamari. Stærstu byggðirnar eru hlémegin á eyjunni á milli fjallarana eldfjallanna og um miðbik hléstrandarinnar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM