Karíbahaf Peter Island meira,
Flag of Virgin Islands

Booking.com


PETER ISLAND
PÉTURSEYJA
 Meira

.

.

Utanríkisrnt.

Síðla á 17. öld viku sjóræningjarnir fyrir bændum, þegar hópur þrælasala frá Brandenburg í Þýzkalandi (Berlín) settist að á Petereyju eftir misheppnað landnám á St Thomas.  Þeir ætluðu í upphafi að byggja stóra vöruskemmu og stofna til stórrar byggðar.  Þeir byggðu virki umhverfis eyjuna til varnar gegn Dönum, sem réðu St Thomas og öðrum Karíbaeyjum.  Danirnir skipuðu Codrington ofursta, landstjóra Hléeyja, að koma í veg fyrir þýzkt landnám á Jómfrúareyjum og hann rak þá af Petereyju.

Jarðvegurinn á Petereyju var ekki hentugur til ræktunar sykurreyrs en nokkrir bændur frá Tortola hófu þar baðmullarræktun með góðum árangri.  Fljótlega eftir fyrstu uppskeruna voru plantekrurnar stækkaðar og fleiri þrælar voru fluttir inn.  Fáum sögum fór af Petereyju eftir þetta þar til gömul og rykug kista fannst í þakherbergi í London fyrir skömmu.  Þar voru m.a. bréfabúnt, sem sögðu áhugaverða sögu Petereyju á áttunda áratugi 18. aldar.  Sagan fjallar um John Bethel, plantekrueiganda og skyldmenni Codringtons.  Bethel kom til Barbados, þegar hann var rúmlega tvítugur, og flutti til Tortola til að kvænast eldri konu.  Hann hóf síðan ástríðufullt samband við kynblendingsstúlku, sem var kölluð Prinsessan, og konan hans komst að sannleikanum.  Til að komast hjá hneyksli og bjarga heiðri sínum, seldi frúin öðrum plantekrueiganda Prinsessuna.  Nokkrum árum síðar erfði Bethel auðæfi fjölskyldu sinnar, keypti alla eyjuna og þrælana með og gaf sinni heittelskuðu Prinsessu frelsi.  Lengra náðu frásagnir bréfanna ekki.

Þegar ræktun dróst saman og þrælahald og verzlun með þræla var afnumin, lagðist ræktun af á eyjunni og hún varð náttúruleg á ný.  Samtímis þessari þróun komu meþódistar skipulagi á krisnihaldið á svæðinu.  Árið 1855 komu framleiðendur upp kolabirgðastöð fyrir gufuskip á eyjunni.  Þessi kostur reyndist góður, því að stærsta birgðastöðin í Karíbahafinu á St Thomas virkaði ekki sem skyldi vegna stöðugrar gulu, sem geisaði á eyjunni.

Hundruð sokkinna skipa hvíla á hafsbotni milli og umhverfis Brezku Jómfrúareyjar m.a. vegna árása sjóræningja og fellibylja.  Hið frægasta þeirra, RMS Rhone, sökk árið 1867 í einhverjum versta fellibyl, sem hafði farið um svæðið.  Áhöfn þess reyndi fyrst að varpa út akkerum í skjóli Petereyju í Stóra-Hafnarflóa en skipstjórinn ákvað að skilja 75 m langa akkeriskeðju og 1½ tonns akkeri eftir og reyna að komast út á opið haf.  Skipið strandaði á Salteyu í grendinni og gufukatlar þess sprungu og klufu skipið í tvennt og fáir hinna 125 manna um borð komust lífs af.  Flak þessa skips er nú meðal vinsælustu köfunarstaða í heimi og hugmyndin um kvikmyndina Djúpið (The Deep) varð til í tengslum við þessa sögu.  Kafarar hafa fundið akkeri og keðju Rhone í grennd við Stóruhöfn, þar sem skiptið hefði líklega sloppið, ef skipstjórinn hefði ekki tekið ranga ákvörðun.

Annar fellibylur geistist yfir eyjarnar 1916 og lagði næstum öll húsin á Petereyju í rúst.  Snemma á þriðja áratugi 20. aldar hófu nokkrir bændur tóbaksrækt í smáum stíl á eyjunni þar til John Brudenell-Bruce, brezkur diplómat, byggði stórt heimili fyrir sig og fjölskylduna áratug síðar.  Þar bjó fjölskyldan og lifði óbrotnu lífi þar til John ákvað að þiggja stöðu þingráðgjafa og flutti til Tortola.  Þar opnuðu kona hans og dóttir fyrstu „Litlu-Danmörk”, sem var stærsta minjagripaverzlun á Brezku Jómfrúareyjum á þeim tíma.

Síðla á sjöunda áratugnum varð Petereyja ástfólgin norska miljónamæringnum Peter Smedwig og hann keypti hana að mestu leyti.  Hann sendi húseiningar til eyjarinnar frá Noregi og lét setja saman tvö glæsihús við Sprat-flóa.  Þar lét hann byggja klúbbhús og smábátahöfn.  Þetta varð síðan Hótel Petereyja.  Peter Smedwig rak hótelið til dauðadags síðla á áttunda áratugnum.  Þá keyptu tveir framkvæmdamenn í Michigan hótelið.  Petereyja er nú í eigu JVA-fyrirtækisins.

Petereyja laðar til sín mikinn fjölda gesta ár hvert.  Þar geta þeir verið í ró og næði í heillandi umhverfi og notið lúxusaðstæðna á hótelinu.  Eyjan er meðal 10 beztu staða í heiminum til að njóta orolfs samkvæmt Conde Nast ferðaráðgjafanum.  Hótelið var gert upp nýlega fyrir milljónir dala

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM