Karíbahaf St Kitts Christopher,
Flag of Saint Kitts and Nevis

Booking.com


St KITTS
St CHRISTOPHER

.

.

Utanríkisrnt.

St. Christopher, sem Bretar kalla St. Kitts er 37 km löng og allt að 11 km breið.  Hún er í innri boga hinna svonefndu Hléeyja (= norðurklasi Áveðurseyja).  Þar eru dásamlegar baðstrendur við þröngar og fjöllum krýndar víkur og æ fleiri ferðamenn gera sér ferð þangað.

Flugfélagið LIAT flýgur oft á dag til og frá eyjunni til San Juan (Puerto Rico) og Barbados.  Einnig koma oft vélar frá Toronto (Kanada), New York og Miami (BNA), Frankfurt a/M (Þýzkal.), London (Engl.) og Antigua eða frá París (Frakkl.) um Guadeloupe.  Fastar flugsamgöngur eru við Nevis, Anguilla, Antigua, Sint Maarten, Tortola, St. Thomas, St. Croix, Puerto Rico og Guadeloupe.

Allmörg skemmtiferðaskip koma við í Basseterre.  Flest koma þau frá San Juan (Puerto Rico eða Miami (BNA).  Mörg skipafélög, sem annast vöruflutninga, bjóða farþegaflutninga milli ýmissa eyja til og frá Basseterre og til og frá ýmsum Evrópuhöfnum.  Ferjan til Nevis siglir oft á dag frá Basseterre.  Hún siglir til Newcastle og Charlestown.

Sagan.  Kólumbus var í annarri ferð sinni til Vesturheims, þegar hann fann St. Christopher og Nevis árið 1493 en frumbyggjarnir fengu að eiga þær í friði næstu 130 árin á eftir.  Þá hét eyjan 'Liamuiga' (= frjósama land), því að gosefnajarðvegurinn var nægilega frjósamur til að fæða óvenjulega mikinn fjölda indíána á svo litlu svæði.  Spánverjar gerðu að vísu tilkall til eyjanna í krafti veldis síns á Karíbasvæðinu en þeir sinntu ekki landnámi þar vegna áhuga síns á gullinu og silfrinu í Suð- og Mið-Ameríku.

Í lok 16.aldar komu önnur Evrópuveldi til skjalanna á Karíbahafi (England, Frakkland og Holland).  Bæði Englendingar og Frakkar nýttu sameiginlega trjávið og unnu salt á St. Christopher þar til Bretar lögðu hana undir sig árið 1605.  Árið 1623 komu fyrstu 16 landnemarnir undir forustu Thomas Warner og eyjan varð móðureyja Brezku-Vesturindía.  Tveimur árum síðar fékk laskað franskt skip leyfi landstjórans til að varpa akkerum, þar sem Basseterre er nú, til að hægt væri að gera við skemmdir.  Frökkunum tókst undir forustu d'Esnambuc að ná fótfestu á eyjunni og árið 1626 skiptu Bretar og Frakkar henni á milli sín.  Merki veru Frakka á eyjunni lifa enn í nokkrum örnefnum.  Frakkar fengu norðurhlutann (Capesterre) og suðurhlutann (Basseterre) en Breta héldu miðhlutanum.  Saltvinnsluna í suðurhlutanum stunduðu landnemar beggja þjóða.

Næstu 157 árin skarst oft í odda milli herraþjóðanna.  Frakkar og Spánverjar viðurkenndu ekki yfirráð Breta á St. Christofer fyrr en við Versalasamningana árið 1783.  Árið 1871 gengu St. Christopher og Nevis í samband Hléeyja.  Frá 1957 urðu eyjarnar að sambandsríki með fullri sjálfstjórn í brezka samveldinu.  Bretar ábyrgðust utanríkis- og varnarmál til 1983, þegar þetta lita eyjaríki fékk fullt sjálfstæði hinn 19. september.

Basseterre hefur verið höfuðstaður eyjarinnar frá 1727 (íbúafjöldi u.þ.b. 15.000).  Bærinn stendur við breiða vík á suðvesturhlutanum.  Handan bæjarins eru skógi klædd eldfjöll, sem rísa hæst í South East Range, 900 m.

Sagan.  Heildaryfirbragð bæjarins er eins og í öðrum brezkum nýlendubæjum.  Langflest hús frá frönskum tíma (1706) eyðilögðust í mikilum eldsvoða árið 1867 og áður hafði kröftugur jarðskjálfti (1843) valdið miklu tjóni og eyðileggingu.  Eftir þessa atburði var bærinn byggður upp á ný eftir ferningslaga skipulagi.  Á tuttugustu öldinni hafa fellibyljir valdið miklu tjóni.  Í ágúst 1928 eyðilagðist hluti bæjarins og hafnarsvæðið skemmdist af sömu sökum árin 1979, 1980 og 1988.  Árið 1974 (8. oktober) reið yfir jarðskjálfti, sem olli miklu eignatjóni.

Höfnin er hjarta bæjarins.  Rétt norðan gömlu Treasurybryggjunnar er átthyrnda torgið The Circus, þar sem er fjörugut markaðslíf alla daga og sölumennirnir eru klæddir hvítri skyrtu með svart bindi að brezkum sið.  Thomas Berkeleyminnismerkið stendur á miðju torginu til heiðurs fyrrum forseta löggjafarþingsins.

Bankastræti (Bank Street) liggur til austurs að Pall Mall-torginu, sem er ferhyrnt og um-kringt húsum í georgískum stíl.  Miðja þess er garður, þar sem fólk slappar af en áður var þar þrælamarkaður.  Við suðausturhorn torgisins stendur dómshúsið.  Á annarri hæð þess er almenningsbóka-safnið.  Í því eru verðmæta fyrstu útgáfur bóka og landakorta yfir Vestur-Indíur.  Einnig er þar að finna athyglisverðar steinristur frumbyggjanna og verkfæri úr steini.  Skammt þaðan er kirkja hins flekklausa getnaðar, tveggja turna, katólsk kirkja.  Sé gengið framhjá forhlið hennar er komið að Cayon Street.  Hinum megin við götuna er anglíkansa kirkjan, St. George.  Frakkar byggðu hana árið 1670.  Englendingar brenndu hana 1706 en hún var endurbyggð fjórum árum síðar.  Hún var eyði-lögð þrisvar eftir það og síðast endurreist árið 1868.

Almenningsmarkaðurinn (Public Market) við Bay road, vestan hafnarinnar, er vel þess virði að skoða.

Eina sykurverksmiðjan í þessu litla eyjaríki er skammt utan bæjarmarkanna.  Það er gaman að skoða hana um háannatímann (febrúar - júlí) ár hvert.

Á hól norðan bæjarins er Fountain Estate (nú í einkaeign), þar sem Philippe de Longvilliers de Poincy bjó.  Hann var fyrrum landstjóri Frönsku-Antilleyja.

Hringferð um St. Christopher (60 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM