Kólumbía sagan III,
Flag of Colombia


KÓLUMBÍA
SAGAN III

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Auknar skærur og fíkniefnasala.  Þjóðfélagsbreytingar ollu nýjum vandamálum á sviðum stjórn-, efnahags- og félagsmála, sem stöfuðu af ójafnri þróun, misskiptingu arðsins og auknum skilningi fólksins á hvoru tveggja.  Takamarkaður árangur hefur náðst á þessum sviðum síðan 1974 en efnahagur landsins hefur batnað á tímabilinu, þrátt fyrir ófriðinn innanlands og vaxandi fíkniefnasölu.

Þegar tími þjóðstjórnarinnar var á lokastigi kom fíkniefnavandinn upp á yfirborðið.  Vaxandi hluti landsins í fíkniefnasölunni í heiminum mætti öflugri andstöðu í átaki gegn fíkniefnaumferðinni í Mexíkó 1975.  Kólumbía seldi þá u.þ.b. 70% alls marijuana, sem var flutt til BNA.  Eiturlyfjakóngarnir í Medellín notuðu hagnaðinn til að koma fótunum undir kókeinviðskiptin.  Það dugði ekki lengur að senda einstaklinga með smáskammta hverju sinni og farið var að nota báta og flugvélar til flutninga mikils magns í einu.  Tvenn samtök, sem voru skipulögð eins og mafían, þróuðust af þessum ólöglegu og arðsömu viðskiptum.  Önnur samtökin voru í Medellín undir forystu Pablo Excobar og hin voru í Cali.

Umskiptin frá þjóðstjórn til hóflegrar samkeppni í stjórnmálum milli frjálslyndra og íhaldsmanna 1974 gengu tiltölulega vel fyrir sig.  Alfonso López Michelsen, fulltrúi frjálslyndra, var forseti á árunum 1974-78 og við tók Julio César Turbay Ayala, frjálslyndur miðjumaður.  Kosningaþátttaka var enn þá dræm vegna þess að almenningur óttaðist að herinn gripi inn í af minnsta tilefni.

Árið 1982 klofnaðu stuðningsmenn frjálslyndra og Belasiario Betancur Cuartas, íhaldsmanður, var kosinn forseti.  Í forsetatíð hans var mikil ólga, óeirðir og ofbeldi, sem var mikið álag á lýðræðið í landinu.  Árið 1984 létu eiturlyfjahringarnir myrða dómsmálaráðherra landsins.  Árið eftir lögðu M-19 skæruliður dómshöllina í Bogotá undir sig og hélt þar fjölda gísla.  Þegar herinn réðist til inngöngu í dómshöllina, féllu u.þ.b. 100 manns, þ.á.m. helmingur dómara hæstaréttar.  Þessir atburðir gáfu rækilega til kynna vaxandi áhrif og völd eiturlyfkjabarónanna og augljósa vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að halda skæruliðum í skefjum.

Betancur reyndi að leiða ofbeldi skæruliðanna til lykta.  Í nóvember 1982 undirritaði hann lög um sakaruppgjöf langflestra uppreisnarmannanna og næstu árin tókst honum að fá FARC og M-19 til að taka þátt í vopnahlénu.  Samtímis tóku æ fleiri hópar lögin í sínar hendur á þeim forsendum, að þeir væru að verja hendur sínar.  Tíðum voru þetta hópar, sem landeigendur höfðu safnað í kringum sig til varnar gegn skæruliðum.  Kólumbíski herinn þjálfaði suma þessa hópa, sem störfuðu innan ramma laganna að undirlagi ríkisstjórnarinnar á sjöunda áratugnum.

Virgilio Barco Vargas, fyrrum borgarstjóri Bogotá, varð forseti 1986.  Hann vonaðist til að geta komið á réttum lögum og reglu en skæruliðarnir gerðust athafnasamari en nokkurn tíma áður og varðliðarnir drápu fleiri en uppreinarmennirnir.  Eiturlyfjabarónarnir, einkum Medellín-bandalagið, hóf hryðjuverkastarfsemi til að komast í betri samningsstöðu gagnvart ríkisstjórninni.  Morð urðu tíðasta dánarorsökin og árið 1989 varð mesta ógnarár í blóðugri sögu landsins.  Fleiri voru drepnir en nokkurt ár á meðan ógnaröldið svokallaða stóð yfir.

Barco þurfti líka að glíma við hrakandi efnahag vegna minnkandi framleiðni.  Uppgötvun mikilla birgða olíu 1985 varð aðalhvati efnahagsbóta og dró verulega úr þörf landsins fyrir innflutta orku.

Eiturlyfjaverzlunin var stundum hagkvæm landinu, þótt hún væri stöðugt pólitískt vandamál.  Því efnaðri sem eiturlyfjasalar urðu, þeim mun meiri peningum vörðu þeir til framleiðslu kókeins, varðliðahópa og byggingarstarfsemi (íbúðarhúsnæði og fyrirtæki).  Fleiri landsmenn nutu góðs af eityrlyfjagróðanum en af lögmætri starfsemi.

Í framboðsslagnum fyrir forsetakosningarnar 1990 voru þrír forsetaframbjóðendur, þ.á.m. Luis Carlos Galán, og hundruð annarra drepnir í hefndarskyni, þegar eiturlyfjasalarnir risu gegn hertri stefnu og aðgerðum gegn sölu eiturlyfja.  Helmingur íbúanna greiddi atkvæði í kosningunum í maí, þrátt fyrir hótanir um hryðjuverk.  Sigurvegari kosninganna var fyrrum fjármálaráðherra landsins og harðlínumaður gegn eiturlyfjum, César Gaviria Trujillo, fulltrúi frjálslyndra.

Í valdatíð hans var lögð meiri áherzla en nokkurn tíma áður á útrýmingu ofbeldis.  Forsetinn efndi til stjórnarskrárþings, sem samþykkti nýja stjórnarskrá 1991 í stað hinnar eldri frá 1986.  Í kjölfarið var leitað allra leiða til samninga við skæruliða FARC og ELN, einkum í Caracas í Venesúela og í Tlaxcala í Mexíkó og óvæntir samningar náðust við forsprakka eiturlyfjabandalaganna og varðliðahópana.

Stjórnarskrárbreytingarnar voru veigamiklar, a.m.k. á pappírunum.  Framboð forseta var takmarkað við eitt kjörtímabil og frambjóðendur urðu að fá hreinan meirihluta atkvæða, þótt kjósa yrði í annað sinn.  Öldungadeildarþingmenn skyldu kosnir í almennum kosningum, þannig að það var tæknilega mögulegt fyrir litla flokka að fá menn kjörna með aðein 1% af atkvæðafjölda.  Ný kosningalög voru samþykkt og dómskerfið og saksókn var sniðin eftir bandarískri fyrirmynd.

Samningar tókust ekki við skæruliða en samningar leiddu til uppgjafar flestra forsprakka Medellín-bandalagsins.  Pablo Escobar slapp úr fangelsi eftir 13 mánaða setu.  Hans var leitað og hersveit drap hann skömmu síðar.  Í lok kjörtímabils Gaviria hafði ekki dregið úr ofbeldinu í landinu, þrátt fyrir góða viðleitni.

Stjórn Gaviria hélt áfram á sömu braut og Braco í efnahagsmálum.  Kólumbíumenn tóku upp svipaða stefnu og flest önnur ríki Latnesku-Ameríku og lækkuðu innflutningstolla, drógu úr fátækraaðstoð og minnkuðu afskipti ríkisins af efnahagsmálunum.  Færri ríkisfyrirtæki voru einkavædd í Kólumbíu en í Latnesku-Ameríku vegna þess að færri fyrirtæki voru ríkisrekin en í nágrannalöndunum.

Í forsetakosningunum 1994 sigraði Ernesto Samper Pizano, frambjóðandi frjálslyndra, íhaldsmanninn Sandrés Pastrana í annarri umferð.  Allt kjörtímabilið staglaðist Pastrana á því, að hann hefði vídeóupptöku af Samper í viðræðum við eiturlyfjabarónana í Cali um framlag í kosningasjóð hans.  Á þessu kjörtímabili voru forsprakkar Cali-samtakanna teknir höndum, dæmdir og stungið í fangelsi.

Þingið neitaði að ákæra Samper en ólöglegir skæruliðahópar, aðrir öfgamenn og ríkisstjórn BNA álitu hann sekan.  Óöldin magnaðist og varðliðar Carlos Castano stofnuðu samtök, sem þeir kölluðu „Sameinuðu sjálfsvarnarsamtök Kólumbíu (Autodefensas Unidas de Colombia; AUC).  Liðsmenn þessara samtaka báru merki samtakanna á herklæðum sínum og skíðahettur á höfði.

Andrés Pastrana sigraði í kosningunum 1998 og reyndi að semja við FARC og ELN á fyrsta ári í embætti.  Efnahagur landsins var bágstaddur á þessum tíma.  Á morgni nýrrar aldar ríkti enn þá óvissa í efnahagsmálunum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM