Kólumbía stjórnsýsla,
Flag of Colombia


KÓLUMBÍA
STJÓRNSÝSLA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvćmt stjórnarskránni frá 1991 er Kólumbía ţingbundiđ lýđveldi međ ađskiliđ löggjafar-, framkvćmdar- og dómsvald.  Forsetinn er kjörinn í almennum kosningum til fjögurra ára og má ađeins ţjóna í eitt kjörtímabil.  Ráđherrar ríkisstjórnarinnar fara međ framkvćmdavaldiđ.  Öldungadeild og fulltrúadeild fara međ löggjafarvald og ţingmenn eru kjörnir til fjögurra ára í senn.  Landinu er skipt í 32 héruđ og höfuđborgarhérađiđ.  Landstjórar eru fulltrúar ríkisstjórnarinnar í héruđunum og hvert ţeirra hefur löggjafarţing.  Héruđunum er skipt í sveitarfélög, sem eru undir stjórn kjörinna sveitarstjórna.

Stjórnmálakerfiđ
varđ til viđ ađdraganda stofnunar lýđveldisins.  Síđan ţá hafa tveir stćrstu flokkarnir, frjálslyndir og íhaldsmenn, barizt um völdin nema á árunum 1957-74, ţegar ţeir mynduđu samsteypustjórn.  Allir borgarar, 18 ára og eldri, hafa kosningarétt.  Stjórnarskráin tryggir ţeim félagsleg réttindi, s.s. rétti til verkfalla, mannamóta og bćnaskráa og fjölmiđlum ritfrelsi.  Allir karlmenn á aldrinum 18-30 ára eru herskyldir.

Menntamál.  Skólakerfi landsins nćr yfir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, tćkniskóla, húsmćđraskóla, skóla á háskólastigi, ţ.m.t. listaskóla og háskóla međ fjölda deilda.  Flestir háskóla landsins eru í höfuđborginni, Medellín, Barranquilla, Cartagena, Popayán og Cali.  Í Bogotá er kennaraháskóli og einkareknir háskólar, s.s. Xavier Pontific háskólinn og Andesháskólinn.

Félags- og heilbrigđismál.  Félagsleg ţjónusta og almenna tryggingakerfiđ ná yfir heilbrigđiskerfiđ, mćđralaun, slysa og sjúkrabćtur.  Húsnćđi er af skornum skammti líkt og í öđrum löndum Latnesku-Ameríku, einkum í stóru borgunum, ţar sem fátćkrahverfin stćkka stöđugt.  Húsnćđismálastjórn annast byggingu húsnćđis fyrir láglaunafólk af beztu getu.

Heilbrigđisráđuneytir hvetur sveitarfélögin til ađ finna lausnir á heilbrigđisvandamálum og styđur ţau ađ fremsta megni.  Verkefnin eru margvísleg, m.a. bygging vatnsveitna auk frćđslu um hreinlćti, eđlilegt viđhald húsnćđis og heimila, rétt fćđuval og ţrifnađ.  Mengunarvarnir eru međal veigamestu hlutverka sveitarfélaganna til ađ stuđla ađ góđri heilsu íbúanna.  Malaría og niđurgangur eru međal algengra sjúkdóma í sveitum landsins, einkum á illa framrćstum láglendissvćđum og stundum gjósa upp faraldrar kóleru.  Krókormar eru vandamál á rökum svćđum og í kaffirćktarhéruđunum.  Gula var alvarlegt vandamál og stingur enn ţá niđur fćti, einkum međal fátćklinga og í afskekktum héruđum.  Vannćring er alltíđ.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM