Kólumbía tölfræði hagtölur,
Flag of Colombia


KÓLUMBÍA
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinberlega heitir landið Lýðveldið Kólumbía.  Lýðveldið er þingbundið, fjölflokka og þingið starfar í tveimur deildum (öldungadeild 102; fulltrúadeild 161).  Forsetinn er æðsti maður ríkisins og er í fararbroddi ríkisstjórna.  Höfuðborgin er Santafé de Bogotá.  Opinbert tunga er spænska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er peso (Col$) = 100 centavos.

Íbúafjöldi 1998: 37.685.000 (33 manns á km²; 70,3% í borgum; 49,24% karlar)

Aldursskipting 1996:  15 ára og yngri, 33,5%; 15-29 ára, 28,1%; 30-44 ára, 21,5%; 45-59 ára, 10,4%; 60-74 ára, 5,3%; 75 ára og eldri 1,2%.

Áætlaður íbúafjöldi árið 2010:  44.770.000.

Tvöföldunartími:  35 ár.

Uppruni íbúanna 1985:  Mestizo (blendingar hvítra og indíána) 58%, hvítir 20%, múlattar (blendingar hvítra og negra) 14%, negrar 4%, kynblendingar negra og indíána 3%, indíánar 1%.

Trúarbrögð 1995:  Rómversk-katólskir 91,9%; önnur trúarbrögð 8,1%.

Helztu borgir 1993:  Santafé de Bogotá, DC (5,5 milljónir), Cali (1,9 m.), Medellín (1,8 m.), Barranquilla (1,1 m.).

Fæðingartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1996:  25,9 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1996:  5,9 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1996:  20 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi miðuð við hverja kynþroska konu 1996:  2,9.

Lífslíkur frá fæðingu 1996:  Karlar 65,4 ár; konur 73,3 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100 þúsund íbúa 1990:  sjálfsmorð með skotvopnum 101; krabbamein 82,6; hjartasjúkdómar 70,4; slys 49; smit- og veirusjúkdómar 25,5.

Efnahagsmál.  Fjárlög 1995 Col$ 13.405.350.000.000 (óbeinir skattar 36,9%, beinir skattar 26,8%, lántökur 22,3%).  Gjöld:  Col$ 9.510.848.000.000 (menntamál 20,2%, fjármál og almenn útlán 16,9%, hermál 12,4%).  Erlendar skuldir 1996: US$ 14.814.000.000.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 851.000.000.  Gjöld US$ 822.000.000.

Framleiðsla (í tonnum nema annars sé getið).

Landbúnaður, skógarhögg, fiskveiðar 1996:  Sykurreyr 32.500.000, græðisúra 3,212.000, kartöflur 2,594.000, bananar 2.100.000, hrísgrjón 1.787.000, maís 1,058.000, kaffi 821.800.  Kvikfé (höfðatala):  Nautgripir 26,1 milljón, lamadýr 2,5 milljónir, sauðfé 2,5 milljónir, svín 2,4 milljónir.  Timbur 1995 í rúmmetrum:  20,5 milljónir.  Fiskveiðar 1995: 167.000 tonn.  Námugröftur 1996:  Járngrýti 605.716; salt 560.252; gull 710.000 troy únsur; silfur 169.252 troy únsur; smaragðar 6.305.903 karöt.

Framleiðsla í milljónum Col$ með VASK 1995:  Matvæli 1.160.600; drykkjarvörur 963.400; textíl og fatnaður 631.700; vélbúnaður og raftæki 351.200; pappírsvörur 266.500.

Byggingarstarfsemi (fjöldi leyfa) 1996:  íbúðarhúsnæði 6.118; annað 3.138.

Orkuframleiðsla (notkun): Rafmagn (kW-stundir 1994) 43.474.000.000 (43.617.000.000); kol (tonn 1994) 22.527.000 (6.476.000); fljótandi eldsneyti (tunnur 1994) 168.202.000 (97.085.000); olíuvörur (tonn 1994) 12.510.000 (11.682.000): náttúrulegt gas (rúmmetrar 1994) 5.111.119.000 (5.111.119.000).

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 80.174.000.000 (US$ 2.140.- á mann).

Vinnuafl 1985:  9.558.000 (34,3%).  Þátttaka:  Eldri en 12 ára, 49,4%; konur 32.8%; atvinnuleysi 4,3%.

Tekjur heimilanna og gjöld.  Meðalfjölskylda 1985:  4,7.  Tekjur 1992:  Laun 45,1%, verktaka 35,4%, ættingjar erlendis 14,2%.  Gjöld 1992:  Matvæli 34,2%, samgöngur 18,5%, húsnæði 7,8%, heilbrigðismál 6,4%, húsbúnaður 5,7%, fatnaður 4,5%.

Landnýting 1994:  Skógar 22%, beitiland 18,2%, ræktað land 5,7%, annað 54,1%.

Innflutningur 1996:  US$ 13.676.000.000 (vélbúnaður og samgöngutæki 45,3%, efnavara 24,7%, grænmetisafurðir 7,5%, málmar 6,6%, matvæli og tóbak 6,1%, pappír og pappírsvörur 3,5%).  Aðalviðskiptalönd 1995:  BNA 39.1%, Venesúela 9,8%, Ekvador 4,1%, Japan 3,6%.

Útflutningur 1996:  US$ 10.574.000.000 (olíuvörur 27,4%, kaffi 18,9%, efnavörur 10,2%, timbur og fiskafurðir 10%, textílvörur og fatnaður 8,1%, kol 8%, matvæli 7,1%).  Aðalviðskiptalönd 1995:  BNA 34,9%, Þýzkaland 7,3%, Perú 6,1%, Venesúela 5,5%, Ekvador 4,1%, Japan 3,6%.

Samgöngur 1992:  Járnbrautir 1994, 3230 km.  Þjóðvegakerfið 1995, 106.600 km (m/slitlagi 12%).  Farartæki 1995:  Fólksbílar 1.150.000, vörubílar og rútur 550.000.  Kaupskipaflotinn 1992:  Skip stærri en 100 brúttótonn, 101.  Flug 1995:  Farþegakílómetrar 4.565.477.000; tonnakílómetrar fraktar 965.828.000.  Flugvellir 1997:  43.

Menntun 1985:  Fjöldi menntaðra 25 ára og eldri:  Engin menntun 15,3%; frummenntun 50,1%; gagnfræðamenntun 25,4%; framhaldskólamenntun 6,8%.  Læsi 1995:  Eldri en 15 ára, 91,3%; karlar 91,2%; konur 91,4%.

Heilbrigðismál:  Árið 1992 var einn læknir á hverja 1078 íbúa; árið 1989 var eitt sjúkrarúm fyrir hverja 693 íbúa.  Barnadauði á hverjir 1000 fæðingar 1995:  26,9.

Næring 1995:  Meðalneyzla í kalóríum á dag 2758 (grænmeti 84%, kjöt 16%), sem er 119% af viðmiðun FAO.

Hermál.  Fjöldi hermanna 1997, 146.300 (landher 82,7%, sjóher 12,3%, flugher 5%).  Útgjöld til hermála miðuð við verga þjóðarframleiðslu 1995, 2,6% (heimsmeðaltal 2,8% (US$ 55.- á mann).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM