San José Kostaríka,
Flag of Costa Rica


SAN JOSÉ
KOSTARÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

San José er höfuðborg Kostaríka í samnefndu héraði á miðri hásléttu landsins (1170 m.ys.).  Hún er stærsta borg landsins og miðstöð viðskipta, framleiðslu, samgangna og menningar í sínum landshluta.  Umhverfis borgina er talsvert ræktað af kaffi, sykurreyr og kvikfé.  Opinber umsýsla og ferðaþjónusta eru mikilvægar tekjulindir borgarbúa.  Byggingar borgarinnar eru blanda spænska nýlendustílsins og nútímahúsa.  Kostaríkaháskólinn var stofnaður 1843 með deildum fyrir hitabeltisrannsóknir og mannfræðideild fyrir latnesk-ameríska svæðið.  Meðal áhugaverðra staða eru Þjóðarbókhlaðan og Skjalasafn ríksins, Þjóðminjasafnið (með listasafni og náttúrugripsafni), 18. aldar dómkirkja og Þjóðleikhúsið (eftirmynd Óperunnar í París).  San José var stofnuð árið 1736 sem Villa Nueva og árið 1823 varð hún höfuðborg landsins.  Á nítjándu öld varð borgin miðstöð kaffiframleiðslunnar og síðan þróaðist hún í mikla iðnaðarborg um miðbik 20. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 310 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM