Paphos Kýpur,
Flag of Cyprus


PAPHOS
KÝPUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Paphos var höfuðborg Kýpur á rómverskum tímum og hafnarborg pílagríma, sem komu til að heimsækja helgidóm ástargyðjunnar Afródítu við þorpið Kuklia, 15 km suðaustan Paphos (rústir).  Nútímabærinn Ktima er 3 km frá fyrrum hafnarborgin Kato Paphos með borgarmúrum og upprunalegri höfn, sem Alexander mikli lét byggja.

Skammt frá höfninni eru frábærlega velvarðveitt *mósaíkgólf í húsi Dionysos.  Ofan hafnarinnar er miðaldahöll (1592).  Í biskupshöllinni er áhugavert forngripasafn og Býzanskt safn.  Ófjarri Paphos eru 100 ágætlega skreyttar konungagrafir.Petra tu Romiu er 24 km suðaustan Paphos.  Samkvæmt áttundu Ódysseifskviðu steig Afródíta þar úr hafinu.

Mælt er með ferðum til klaustranna Chrysorrogiatissa, Agios Neophytos og Agia Moni, Sedrusdalsins, Fontana Amorosa og Afródítubaðanna við Polis við norðanverða Krysokuvíkina.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM