Riga Lettland,
Flag of Latvia


RIGA
LETTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Latvia / Latvija - Riga: almost from the air - old Riga, Pardaugava and Vansu tilts - frozen Daugava (photo by A.Stepanenko)Riga er höfuđborg landsins á báđum bökkum Vestur-Dvína-árinnar, 15 km frá ósunum viđ Rigaflóa.  Ţar bjuggu livar í fornöld viđ ármót Dvínu og Ridzene.  Albert I frá Lívóníu, biskup, stofnađi borgina áriđ 1201 eftir ađ hann tók land viđ árósana tveimur árum áđur međ 23 skipa flota krossfara.  Hann gerđi Riga ađ biskupssetri (erkibiskupssetur frá 1253).  Riga varđ Hansaborg áriđ 1282 og mikilvćgasta verzlunarborg viđ Eystrasalt.  Sérréttindin, sem fylgdu biskupssetrinu, gerđu borgina sjálfstćđari en ella.  Ţegar regla germönsku riddarareglunnar leystist upp 1561 féll umhverfi borgarinnar undir Pólland og Riga fylgdi tuttugu árum síđar.  Áriđ 1621 náđi Gústaf Adolf, Svíakonungur, Riga undir sig. 

Bćđi hann og Pólverjar gáfu borginni sjálfstjórn.  Á árunum 1709-10 tóku Rússar Riga og Svíar létu hana endanlega af hendi í Nystadsamningunum 1721.  Verzlun og viđskipti blómstruđu, ţegar borgin var undir stjórn Rússa.

Áriđ 1914 var Riga ţriđja stćrsta borg Rússlands en áriđ 1914 varđ hún höfuđborg hins sjálfstćđa Lettlands ţar til Rússar innlimuđu landiđ í Sovétríkin 1940.  Íbúar Riga og annarra landshluta fóru ekki varhluta af hreinsunum Rússa á árunum 1940-41, ţegar ţúsundir Letta voru teknir af lífi og sendir í ţrćlabúđir.  Á árunum 1941-44 sátu ţýzkar hersveitir í borginni og miklar skemmdir urđu á henni, einkum í gömlu miđborginni.  Ţar eyđilögđust m.a. miđaldakirkja heilags Péturs og ađalstöđvar Brćđralags sverđsins.  Eftir síđari heimsstyrjöldina héldu Rússar upp sama hćtti og ráku fjölda Letta úr landi.  Sama endurtók sig 1948-49.  Rússar hvöttu landsmenn sína til ađ flytjast búferlum til Lettlands til ađ fylla í skörđin og bćta úr lágri fćđingartíđni í landinu.

Margar sögulegar byggingar stóđu af sér orrahríđina, ţ.m.t. kastalinn viđ ána, Doma dómkirkjan (1215) og nokkur kaupmannahús og vöruhús frá miđöldum.  Skurđurinn umhverfis gamla borgarhlutann var miđaldavirkisgröf, ţótt nú liggi breiđgötur, ţar sem múrarnir stóđu.  Riga nútímans er mikilvćg miđstöđ stjórnsýslu, menningar og iđnađar auk ţess ađ vera mikilvćg hafnarborg.  Höfninni er haldiđ opinni međ ísbrjótum frá desember til apríl ár hvert.  Skipasmíđar, framleiđsla raf- og elektrónískra tćkja, verkfćra, dísilvéla, strćtisvagna o.fl. fer fram í borginni og umhverfi hennar.  Efna-, gler- og textíliđnađur er mikilvćgur og mikiđ er framleitt af neyzlu- og matvöru.  Menningarstofnanir borgarinnar eru m.a. Vísindaakademía, háskóli síđan 1919, kennaraháskóli og fleiri ćđri menntastofnanir.  Ţar er líka tónlistarhöll, Lettneska ţjóđfrćđilega útisafniđ og átta leikhús.  Međfram Rigaflóa eru úthverfin Riga Jurmala.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1983 var 867.000.

LETTLAND

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM