Liechtenstein meira,
Lichtenstein Flag


LIECHTENSTEIN
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og ræðismenn

Booking.com

Vesturþriðjungur landsins nær yfir flæðisléttu Efri-Rínar.  Hinir hlutarnir eru undirhlíðar Raetikon-fjallgarðsins, sem er hluti Alpanna og rís hæst syðst (2438m).  Rín myndar vesturlandamærin og vatnasvið þveráa  hennar innan Liechtenstein er mestallt landið.  Þarna ríkir Alpaloftslag með mildum vetrum (-1,1°C í janúar og 21,1°C í júlí).  Meðalársúrkoman er 1016 mm.  Flóra landsins er fjölbreytt og sama má segja um dýralífið.  Þriðjungur landsins er skógi vaxinn og lauftré eru algengust á láglendinu en barrtré uppi í fjallahlíðunum.  Meðal villtra dýra má finna dádýr, gemsur, refi, merði og greifingja.  Landið er fátækt af hráefnum, þannig að þau eru flutt inn ásamt matvælum og 94% orkunnar, sem íbúarnir þarfnast eru innflutt.

Íbúarnir.  Árið 1994 var Íbúafjöldinn 30.629.  Þriðjungur þeirra var útlendingar búsettir í landinu (191 manns á hvern ferkílómetra).  Höfuðstaðurinn er Vaduz (5000 árið 1992).  Lífslíkur eru í nánd við 75 ár meðal karla og 82 ár meðal kvenna.  Innfæddir íbúar eru afkomendur germana (alamanni), sem settust þarna að í kringum 500 e.Kr. og flestir tala alamanni-mállýzku af þýzku.  Næstum 87% íbúanna eru rómversk-katólskrar truer.  Árið 1995 voru 1963 nemendur skráðir í barnaskóla og u.þ.b. 1600 í æðri skóla.

Efnahagsmál.  Þrátt fyrir smæð ríkisins, er efnahagslífið fjölbreytt.  Iðnaður, fjármálastarfsemi og ferðþjónusta eru öflugar atvinnugreinar.  Landbúnaðurinn var höfuðatvinnuvegurinn fyrir síðari heimsstyrjöldina en nýtir nú innan við 2% vinnuaflsins.  Efling atvinnulífsins eftir 1945 hefur gert Liechtenstein að einhverju ríkasta landi heims.  Meðaltal vergrar þjóðarframleiðslu á mann árið 1994 var 37.180.- US$, sem er sambærilegt við Sviss.  Vöxturinn tengist hagstæðu skattaumhverfi og bankaöryggi, sem hefur gert landið vinsælt á alþjóðlegum fjármálamarkaði.  Tugir þúsunda erlendra fyrirtækja hafa skráð höfuðstöðvar sína í landinu.  Náin tengsl landsins við Sviss eru einnig mjög mikilvæg.  Svissneski frankinn er opinber gjaldmiðill  og þessi tvö ríki hafa sameiginlega tollgæzlu síðan 1924.  Langmestur hluti framleiðslu landsins er fluttur út, þar eð innanlandsmarkaðurinn er mjög lítill.  Málmar, vélbúnaður, nákvæmnistæki, lyf og matvæli eru flutt út.  Sala frímerkja er mikilvæg tekjulind.  Flestir ferðamenn, sem koma til landsins kaupa frímerki.

Stjórnsýsla.  Liechtenstein er þingbundið konungsríki.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1921 fer einnar deildar þing (Landtag) með löggjafarvaldið.  Þar starfa 25 þingmenn, sem eru kosnir til fjögurra ára í senn.  Prinsinn tilnefnir forsætisráðherra að tillögu þingsins auk fjögurra ráðherra hans.  Allt frá 1938 hafa ríkisstjórnir verið samsteypustjórnir Samtaka föðurlandsvina og Framsóknarflokksins.  Sviss hefur farið með utanríkismál Liechtenstein síða 1919.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM