Malta sagan,
[Malta]


MALTA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Möltueyjar voru byggđar fólki ţegar á snemmsteinöld.  Í litlum helli, Ghar Dalam, fundust elztu mannvistaleifar eyjanna og geislakolsgreining leiddi til 3800 f.Kr.  Ţessi greining reyndis ónákvćm og síđari niđurstöđur benda til tímabilsins í kringum 5000 f.Kr.  Eitt ţúsund árum síđar virđast íbúarnir, sem komu frá Sikiley og eyjum Eyjahafsins, hafa ţróađ merkilega menningu og stunduđu akuryrkju og kvikfjárrćkt.  Ţeir byggđu glćsileg hof og ađrar byggingar og leirmunir ţeirra bera af öđrum slíkum frá sama tíma annars stađir í Evrópu.  Ţegar ţeir stóđu á hátindi menningar sinnar, u.ţ.b. 3000 f.Kr., fór ađ síga á ógćfuhliđina og menningarríkiđ hrundi.  Líkum er leitt ađ ţví, ađ okkur ókunnar náttúruhamfarir hafi valdiđ, enda eru jarđskjálftar algengir í ţessum heimshluta.  Í kringum 2400 f.Kr. fluttu innflytjendur frá Sikiley og Peloponne (suđurhl. Grikklands) menningu sína međ sér til Möltu og eru taldir fyrstu Möltubúarnir.  Ţeir voru ekki ókunnir stríđum og hernađi, enda voru varnarvirki gegn árásum frá sjó međal fyrstu bygginga ţeirra á eyjunum.

Á 9. öld f.Kr. gerđu Fönikíumenn Möltu ađ nýlendu sinni og mikilvćgri verzlunarmiđstöđ, sem ţeir nefndu Melite.  Hernađarleg lega eyjanna var mikilvćg á ţessum tímum eins og reyndar enn ţá.  Grikkir voru fyrstir til ađ reyna ađ ná eyjunum undir sitt vald á 8. og 7. öld f.Kr. til ađ efla veldi sitt á Sikiley.  Ţeim mistókst ţessi fyrirćtlan og Malta var sjálfstćđ ţar til Fönikíumenn lögđu hana undir sig og skömmu síđar Karţagómenn, sem komu gráir fyrir járnum í kringum 600 f.Kr.  Ţeir réđu eyjunum ţar til síđari púnverska styrjöldin brauzt út 218 f.Kr.  Ţá komu Rómverjar til sögunnar og Títus Semproníus tók ţar völd.  Ţrátt fyrir nćrri 1000 ára yfirráđ Rómverja og Bysantíums og blómaskeiđ Maltverja, finnast fá menningarverđmćti frá ţessum tíma.

Ţegar Rómarveldi var skipt áriđ 395 e.Kr., féllu eyjarnar til Aust-Rómverska ríkisins.  Geiserich vandalakonungur náđu ţeim undir sig áriđ 429, síđan komu Austgotar undir stjórn Theoderichs og tóku völdin.  Ţeir stóđu viđ í 39 ár ţar til Byzans náđi aftur tökunum áriđ 533.  Áriđ 870 tókst múslimskum aghlabídum ađ ná eyjunum og voru ţar í 221 ár.  Ţrátt fyrir tiltölulega stutt valdatíma, höfđu sarazenar mikil áhrif á menningu og tungu íbúanna.  Nútímatunga Maltverja er ađ hálfu leyti arabísk mállýzka frá Norđur-Afríku og hinn helmingurinn sikileysk ítalska og enska.  Mörg stađa- og fjölskyldunöfn minna á sarazenska tímabiliđ auk byggingarstíls margra húsa í borgum og dreifbýli.  Líklega er áveitubúskapurinn líka arfur frá arabískum tíma, ţví ađ áveiturnar eru áţekkar ţeim, sem finnast í Andalúsíu á Spáni.  Ţví miđur hefur lítiđ varđveitzt af arabískri byggingarlist, ţví ađ regla Jóhannesarriddaranna lét afmá skipulega öll merki um sarazena í landinu.

Normanar komu frá Sikiley áriđ 1091 undir forystu Roger I, greifa af Hauteville.  Hohenstaufar tóku viđ erfđum 1194 en áriđ 1268 kom Karl af Anjou til skjalanna,  Áriđ 1284 tók Pétur af Aragon viđ í nafni Hohenstauferćttarinnar.  Áriđ 1412 tóku Habsborgarar viđ međ mćđgum ţar til Karl V, keisari, veitti Jóhannesarriddurum yfirráđin á eyjunum.  Ţeir voru búnir ađ vera á sjö ára vergangi eftir ađ ţeir voru hraktir frá Ródos.  Ţessi ráđstöfun hafđi úrslitaáhrif fyrir Möltubúa, sem höfđu veriđ leiksoppur í valdaspili margra stórvelda um langan aldur.  Ţegar Tyrkir ruddust eins langt og ţeir komust inn í Evrópu á 16. öld og hernámu Möltu tókst Jóhannesarriddurum ađ sigra ţá og hrekja á brott áriđ 1565.  Ţessi sigur dró svo mátt úr Tyrkjum, ađ ţeir komust skemmra á veg í Evrópu en ella. Rómur Jóhannesarriddaranna, sem voru líka kallađir Mölturiddarar, var mikill eftir ţessa atburđi.  Ţeir létu frćgasta byggingarmeistar ţess tíma, Francesco Laparelli, víggirđa Valletta 1566 á kostnađ Evrópuţjóđa ađ launum fyrir hughreysti sína.  Borgin var skirđ eftir ţáverandi reglumeistara, J.P. de la Valette.  Nćstu tvćr aldirnar var riddarareglan í slíkum hávegum höfđ, ađ velsćldin og glćsileikinn tók öllum fyrri blómaskeiđum fram.  Hinn mikli fjöldi skrautbygginga, sem standa enn ţá, eru flestar frá ţessum tíma.

Áriđ 1798 fór Napóleon í herförina til Egyptalands og kom viđ á Möltu.  Hann batt enda á yfirráđ riddarareglunnar vegna ţess, ađ í henni voru margir riddarar af mörgum voldugum ađalsćttum, sem voru Napóleoni ţyrnir í auga.  Stórmeistari reglunnar, Ţjóđverjinn von Hampesch, sem var kunnur fyrir ráđleysi sitt í flestum málum, lét Napóleoni eyjarnar eftir án átaka eftir tveggja daga umsátur.  Líklega taldi hann riddara sína ekki fallna til stórrćđna, enda höfđu ţeir enga reynslu af. hernađi.

Áriđ 1800 tókst Maltverjum, međ stuđningi brezka sjóhersins, ađ hrekja Frakka brott.  Áriđ 1814 varđ Malta ađ brezkri krúnunýlendu viđ fyrstu friđarsamningana í París.  Bretar byggđu sér flotaherstöđ á eyjunum.  Áriđ 1921 fengu Maltverjar takmarkađa sjálfstjórn.  Eftir hetjulega baráttu gegn ţýzkum og ítölskum loftárásum í síđari heimsstyrjöldinni fengu ţeir full yfirráđ yfir eigin málum 1947.  Áriđ 1964 fengu ţeir fullt sjálfstćđi og 13. desember 1974 varđ landiđ ađ lýđveldi innan Brezka heimsveldisins.  Hinn 31. marz 1979 var herstöđ Breta lokađ samkvćmt samningi frá 1972.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM