| 
           
          
                    Gróður.  
          Eyðimerkur Kaliforníuskaga, Sonora og miðnorðurhluta
        landsins eru vaxnar dreifðum runnum. 
        Á hærri hluti Sonora- og Chihuahuansteppunum auk Coahuila og
        Tamulipas hafa þróast gróðursamfélög lágvaxina grasa, dreifðra
        runna, ýmissa kaktustegunda og annarra tegunda, sem safna vökva. 
        Boojumtréð er að finna á takmörkuðum svæðum í Sonora og
        Mið-Kaliforníuskaga.  Sierra Madre Occidental og stórir hlutar Miðhásléttunnar
        voru upprunalega vaxnir barrskógum, sígrænum og lauffellandi trjám. 
        Svipaðir skógar teygðust upp í Suðurhálendið. 
        Mestur hluti þessa náttúrulega gróðurs hefur vikið fyrir búsetuþörfum
        manna.  Uppi í Sierra Madre
        Occidental eru enn þá stórir barrskógar. 
        Í hálfeyðimörk Balsaslægðarinnar eru hitabeltisrunnar, lág
        lauftré og kaktusar á víð og dreif. 
        Á láglendum úrkomusvæðum, í austurhlíðum fjalla, á
        Chiapashálendinu og suðurhluta Yucatánskagans við Karíbahafið er
        regnskógagróður ríkjandi.  Þarna
        þrífst eitthvert fjölbreyttasta tegundaval sígrænna trjáa í veröldinni,
        s.s. harðviðartré, burknar, loftplöntur og ýmsar pálmategundir. 
        Kyrrahafsströndin milli Mazatlán og landamæra Gvatemala er
        vaxin sígrænum og lauffellandi skógum, sem eru ekki eins tegundaríkir
        og regnskógarnir. 
           
          
          Dýralíf.  Mexíkó er á mörkum norður- og suðuramerísku fánunnar,
        sem gerir landið mjög tegundaríkt, einkum á regnskógasvæðunum í
        suðurhlutanum.  Regnskógarnir
        eru tiltölulega ósnortnir og eru því tilvaldir búsvæði fyrir apa,
        páfagauka, jagúara, tapíra, mauraætur og aðrar hitabeltistegundir. 
        Í norðurhluta landsins urðu náttúrulegar tegundir að víkja
        fyrir búfénu, sem Evrópumenn komu með til landsins fyrir rúmlega 4
        öldum.  Kanínur, snákar
        og beltisdýr eru í eyðimörkunum og á steppunum en dádýr, púmur
        og sléttuúlfar eru einkum á einangruðum fjallasvæðum. 
        Mikill fjöldi gæsa- og andategundar eru fargestir í norðurhluta
        Sierra Madre Occidental á veturna. 
        Rúmlega þúsund ára búseta manna á Miðhásléttunni hefur
        valdið mikilli fækkun upprunalegra tegunda, einkum í Oaxacadalnum.  |