| 
           
                    
                     Arababandalagiđ
        eđa Bandalag arabískra ríkja er samtök ríkja í Miđausturlöndum,
        sem var stofnađ í Kaíró 22. marz 1945. 
        Stofnríkin voru Egyptaland, Sýrland, Líbanon, Írak, Transjórdanía
        (Jórdan), Sádi-Arabía og Jemen. 
        Önnur bandalagsríki eru Líbýa (1953), Súdan (1956), Túnis
        og Marokkó (1958), Kúveit (1961), Alsír (1962), Bahrain, Óman, Qatar
        og Sameinuđu arabísku furstadćmin (1971), Máritanía (1973), Sómalía
        (1974), Frelsissamtök Palestínu (PLO; 1976), Dijbouti (1977) og Kómmóros
        (1993).  Ţegar
        Jemen var tvö ríki á árunum 1967-1990 áttu bćđi löndin fulltrúa
        í bandalaginu. 
        Hvert ađildarríki hefur eitt atkvćđi í bandalagsráđinu,
        sem eru bindandi fyrir ţau ríki, sem greiđa atkvćđi međ tillögum. 
           
          Markmiđ
        bandalagsins 1945 var ađ styrkja og samrćma stefnu í stjórnmálum,
        menningu, efnahags- og félagsmálum ađildarríkjanna og jafna deilur
        milli ţeirra og ţriđja ađila. 
        Hinn 13. apríl 1950 undirrituđu ađildarríkin varnarsamning.  
           
          Á
        fyrstu árum bandalagsins beindust kraftar ţess einkum ađ efnahags-,
        menningar- og félagsmálum. 
        Áriđ 1959 var fyrsta olíuráđstefnan haldin og 1964 var
        Bandalag um menntun, menningu og vísindi arabaríkja stofnađ (ALECSO). 
        Sama ár var PLO veitt ađild, ţrátt fyrir mótmćli Sádi-Arabíu. 
        Pólitísk afskipti bandalagsins jukust undir stjórn ţriđja ađalritara
        samtakanna, Mahmoud Riad (1972-79), einkum varđandi samskipti Ísraelsmanna
        og Palestínumanna. 
        Eftir ađ Egyptaland gerđi friđarsamninga viđ Ísrael 26. marz
        1979 greiddu ađildarríkin atkvćđi međ brottvísun Egyptalands úr
        bandalaginu og flutning ađalstöđva ţess frá Kaíró til Túnis. 
        Egyptland varđ aftur međlimum 1989 og ađalstöđvarnar voru
        fluttar aftur til Kaíró 1990. 
           
          Innrás
        Íraks í Kúveit 1990 og ţróunin í kjölfariđ, ţ.e beiđni Sádiaraba
        og BNA um íhlutun í atburđarásina, ollu klofningi í röđum ađildarríkjanna. 
        Sádi-Arabía, Egyptaland, Sýrland, Marokkó, Qatar, Bahrain, Kúveit,
        S.a. furstadćmin, Líbanon, Dijbouti og Sómalía féllust á veru
        erlendra herja í Sádi-Arabíu og öll nema ţrjú síđastnefndu áttu
        hernađarlega ađild ađ Flóabardaga.  |