Níkaragva íbúarnir,
Flag of Nicaragua


NÍKARAGVA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Búseta.  Meirihluti íbúa landsins býr í vesturhlutanum á sléttum og dölum í kringum eldfjöllin.  Þar eru flestar borgirnar, mestur iðnaður og mestur landbúnaður.  Á síðari hluta 20. aldar fluttu margir til  strjálbýls austurhlutans til að stunda nautgriparækt og skógarhögg.  Meirihluti íbúanna býr í þéttbýli og langstærsta borgin er Managua á suðurbökkum samnefnds stöðuvatns.  Aðrar mikilvægar borgir eru León, Granada, Masava og Chinandega í vesturhlutanum.  Matalgalpa, Estelí, Juigalpa og Jinotega eru meðal stærstu borga í miðhlutanum.  Bluefields og Cabezas eru stærstu borginar við Karíbahafið.

Íbúarnir. 
Flestir íbúanna eru mestizos, blendingjar Evrópubúa (Spánverja) og indíána.  Svartir og hvítir eru u.þ.b. jafnmargir og samsvar fimmtungi þjóðarinnar.  Indíánar eru fámennastir, innan við 5%.  Á vesturströndinni eru fámennir hópar monimbó- og subtiavaindíána.  Innan um spænskumælandi mestizos eru enn þá miskito-, sumo- og ramaindíánar auk negra og múlatta frá Karíbaeyjunum, sem eru líka kallaðir garifuna. 

Mikill meirihluti landsmanna talar spænsku, sem er eina opinbera tungumálið.  Í austurhéruðunum urðu tungumál miskito-, sumo- og ramaindíána suk kreólaensku jafnrétthá spænskunni með lögum. Indíánatungurnar á vesturströndinni eru horfnar, þótt víða gæti áhrifa þeirra í staðarnöfnum og nafnorðum í spænsku landsmanna.

Engin opinber trúarbrögð eru viðurkennd í landinu, þótt langflestir séu rómversk-katólskir.  Á níunda áratugnum óx mótmælendum fiskur um hrygg vegna fjölgunar í sértrúarhópum.  Í stærri borgum eru líka fámennir hópar gyðinga.

Þrátt fyrir gífurlegt mannfall í kontrastríðinu (31.000) og hundruða þúsunda, sem flúðu land, fjölgaði íbúum landsins ótrúlega mikið á sandinistaárunum (1979-90), eða úr 2,5 milljónum í fjórar.  Líklegustu skýringarnar eru þær, að mikið dró úr barnadauða og fólk eignaðist fleiri börn á stríðstímanum og í kjölfar hans en meðaltöl segja til um.  Í kontrastríðinu flúðu líka margir úr sveitunum til borganna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM