Norður Írland,
[Flag of the United Kingdom]

BELFAST . . HAGTÖLUR

NORÐUR-ÍRLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

NÝLEG SAGA
1920.  stofnuðu 6 hreppar í Ulster, þar sem bjuggu að mestu mótmælendur, til aðildar að Stóra-Bretlandi.  Norður-Írland fékk eigin ríkisstjórn, Stormont, og eigið þing.
1969.  Spenna milli mótmælenda og katólskra leiddi til ítrekaðra ofbeldisverka.  Írski lýðveldisherinn tók vaxandi þátt í baráttunni og varnarsamtök Ulster (UDA) voru stofnuð af mótmælendum.  Írski lýðveldisherinn klofnaði í hinn opinbera arm, sem krafðist sameinaðs, sósíalsks Írlands, og þjóðernisarm, sem reyndi að gera N-Írland að hluta írska lýðveldisins með valdi.
1973.  samþykktu Írar og Bretar að stofna Frelsisráð Írlands.
1976.  Friðarsamtök kvenna stofnuð.  Í þeim voru bæði mótmælendur og katólskir.  Stofnendur voru Betty Williams og Mairead Corrigan.
1980.  Í oktober hófu IRA-fangar í Mazefangelsinu í Belfast hungurverkfall.
1981.  Í maí lézt IRA-hryðjuvekamaðurinn Bobby Sands eftir 66 daga hungurverkfall.  Fleiri dóu í kjölfarið.
1981.  Í oktober létu IRA-menn af hungurverkfallinu án þess að koma aðalkröfum sínum fram, en þær voru að fá viðurkenningu sem pólitískir fangar.
1984.  11. - 12. okt. sprakk geysiöflug sprengja í Grand-hótelinu og drap félaga úr brezka íhaldsflokknum á landsfundi flokksins.  IRA lýsti sig ábyrgt.
1985.  Í febrúar réðist IRA á lögreglustöð í Newry með sprengjuvörpum og drap 9 manns.
1985.  Í nóvember börðust mótmælendur með ofbeldi gegn Hillsborough samkomulaginu.  Ian Paisley, leiðtogi sambandsinna og fleiri sama sinnis gengu út af þingi, þegar það sam-þykkti samkomulagið.  Þetta leiddi til aukakosninga, þar sem þeir hlutu endurkosningu.
1985.  Þúsundir verkamanna í skipasmíðastöðvum mótmæltu Hillsborogh samkomulaginu.
1986.  Mótmælin magnast.  Í marz var sólarhrings allsherjarverkfall og ofbeldisverk voru framin um páskana.  Átök milli mótmælenda og lögreglu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM